Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 43
47
lotning fyrir endurminningum forfeBranna, gömlum
venjum, þjóöernislegum erföagózum en einmitt þar.
íhaldsemin og framsóknarþráin haldast þar í hendur.
Þjóölífsfarið brunar áfram með feikna-hraða — eins
og hraöskreiöasta gufuskip—, en er þó svo merkilega
stöðugt í rásinni sökum hinnar sterku kjölfestu, sem
er íhaldsemin—- lotningin fyrir því, sem gamalt er og
gott. En þjóðlífið litla íslenzka leikur eins og í
lausu lofti, stjórnlaust, stefnulauSt, nötranda og skjálf-
anda, vegna þess að í það vantar þungann, hinn
ómissanda þunga íhaldseminnar, til þess að festa það
í rásinni. Það var eitt sinn engu minna af þessari
andlegu kjölfestu hjá íslendingum en öðrum þjóðum.
En nú er hún nálega ekki til lengur. Nýungagirnin
yfirgnæfir. Islendingar eru orðnir að þessu leyti eins
og Aþenumenn í Grikklandi á þeim tíma, er Páll
postuli heimsótti þá. Þeim var um ekkert svo títt
sem að segja eða heyra eitthvað nýstárlegt. Svo er
það fyrir þeirri kynslóð Islendinga, sem nú er uppi.
Þessi nýungafýsn yfirgnæfir lotninguna fyrir fornum
venjum og hinum göfugu endurminningum úr lífi for-
feðranna algjörlega. Þeir, sem helzt hafa staðið fyrir
mentamálum þjóðarinnar, eru búnir að níða þá lotn-
ing úr þjóðinni, eða að því leyti, sem þeir hafa ekki
þegar gjört það, eru þeir sem óðast að gjöra það á
yfirstandandi tíð. Þjóðin gleypir við öllum nýmælum.
Nú eru að sjálfsögðu mörg nýmæli góð, og gæti orðið
þjóðlífinu til verulegra framfara, ef vel væri á haldið.
En slíkar nýungar notast ekki sökum þess að alt af
kemur annað nýtt upp í þeirra stað, og við því er líka
gleypt og hinu óðar hafnað. Tilhneigingin er í þá átt
að láta ekkert verða gamalt, Menn eru eins og börn,