Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 25
29
bezt. Ekkert ljótt e5a ósiðferSislegt látið út úr sér á
því tímabili,— að eins skáldskap, jafn-mikinn að gæð-
um og vöxtum, að dómi þeirra, er helzt eru bærir um
að dæma. En hann hefir ekki náð neitt líkt því ann-
arri eins viðurkenning og búast hefði mátt við. Al-
veg vafalaust hefði hann verið gjörður að poet laureate
Englands eftir Tennj'son, ef hann hefði ekki haft á
sér svarta blettinn gamla út af þessum fáeinu ljótu
æskuljóðum. Þjóðin hans fyrirgefur honum víst ekki
svo lengi sem hann lifir. Vonanda, að hún gjöri það
seinna, að honum látnum,— taki þá aðallega tillit til
hins mikla og góða skáldskapar, sem eftir hann liggur,
og láti hitt falla í gleymsku. En ekki heldur fyrr.
Svona saknæmt er það í augum þeirrar þjóðar, ef
eitthvert af skáldum hennar lætur sér verða það á, að
ata bókmenta-þingvöllinn hennar saur.
Berum nú þetta saman við ástandið hjá oss Is-
lendingum. Eitt allra helzta þjóðskáld vort er Jónas
Hallgrímsson. Og með sönnu má um þann mann
segja, að hann sé persónugjörvingur fegurðarinnar í
íslenzkum skáldskap. Og naumast þarf að taka það
fram, að ljóðin hans eru í öllum skilningi hrein — tár-
hrein. Hann vildi fyrir hvern mun, að aldrei sæist
neitt ljótt eftir sig á prenti. Og þegar hann með svo
sterkum orðum og brennandi vandlætingarsemi ræðst
á rímnakveðskapinn íslenzka og kveður upp yfir hon-
um hinn þunga, en margverðskuldaða fordæmingar-
dóm, þá cr hann ekki hvað sfzt að hugsa um hinn sið-
ferðislega óhreinleik, hinn andlega saur, sem kominn
var inn í þjóðlíf vort með þeirri fáránlegu ljóðagjörð.
En eftir að Jónas Hallgrímsson er rúma hálfa öld bú-
inn að liggja rólegur í gröf sinni og með öllu blett-