Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 69
ekkert nýtt. Sú skoðun var fyr meir enn þá meir
ríkjandi en nú. Meinlæta lifnaöur miðaldanna gekk
lengst í þá áttina. En þessi stefna er aftur komin til
sögunnar í nýrri mynd. Það eru ef til vill lærisvein-
ar rússneska skáldsnillingsins Tolstoys, sem gangast
mest fyrir þeirri hreyfingu hér í landi. Tolstoy sjálfur
fram fylgir þessari skoðun í lífi sínu. Hann var vold-
ugur greifi, en kaus að klæðast bændabúningi og erfiða
með almúgarnönnum. Eigur sínar brytjaði hann
niður og gaf fátækum. Siðferðis kenning hans er
fólgin í þessu herópi hans : ,,Til baka til Krists“.
Hann sér Krist, eftir því sem lítur út, eingöngu sem
hinn heimilislausa, fátæka fiskimanna leiðtoga. Hann
álítur því, að það sé helzta atriði kristindómsins, að
líkjast honum að lifnaðarháttum. Menn eigi því að
snúa alveg bakinu að heiminum og allri tímanlegri
velgengni. Hið mikla svartsýni Tolstoys á seinni tíð
hefir leitt hann lengra en skoðanabræður hans hefðu
kosið. Hann er nú kominn svo langt, að hann vill
láta hafna öllu nútíðar-fyrirkomulaginu, og þar á
meðal heimilislífinu og hjónabandinu. Hann álítur
það vott um siðferðisskort að auka kyn sitt, og heimt-
ar algert einlífi af öllum leitendum fullkoinnunarinnar.
Þó líklega verði fáir til að fylgja Tolstoy í hinum síð-
ustu öfgum hans, þá eru þó mýmargir lærisveinar og
,,heilög“ félög, sem hafa sett sér reglur og kenningar
Tolstoys að breyta eftir, og óbeinlínis hefir kenning
hans haft ekki svo lítil áhrif, þar sem lífs-þjáninga-
stefnan hefir verið fyrir í einhverri mynd.
Skyld þessu er bindindis-stefnan, sem nú er
býsna ríkjandi víða innan kirkjunnar. Eg er ekki að
tala um bindindi í þeirri merkingu að drekka ekki vín,