Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 81
85
ingu. Þaö mætti virðast, að hætta væri á, að þessi
trúflokkur mundi gleypa í sig alla aðra kirkjuflokka,
eftir vexti hans að dæma á einum mannsaldri. Enda
stendur kirkjunni hinn mesti stuggur af þessari hreyf-
ingu og er nú tekið að vinna á móti henni af krafti.
I bókinni áður nefndu, ,,Science and Health“, er
kend spánný mannfræði. Rétt eins og kenning Dar-
wins tengdi manninn óslítanlega við dýraríkið, eins
tengir kenning þessarar bókar manninn við andlegan
uppruna. I sjálfu sér er þetta nú ekki neitt tiltöku-
mál frá kristilegu sjónarmiði. En Mrs. Eddy gengur
miklu lengra en þetta. Það er kenning hennar (sem
á að vera vísindaleg) um e f n i og a f 1 og hin líkam-
legu skilningarvit, sem mest er frábrugðin venju-
legum skoðunum manna. Hún staðhæfir, að til sé
einungis einn kraftur eða afl í heiminum. Og þetta
eina afl er það, sem vér köllum hugsun. Hugsun-
ina gjörir hún í rauninni að guði (God-thought—kall-
ar hún það). Þó virðist hún ímynda sér aðra tegund
hugsunar, heldur en þessa ,,guð-hugsun“, og hana
kallar hún ,,mannlega hugsun" eða ,,dauðlega hugs-
un“ {jnortal thoughi). Það, sem vér köllum ilt, er
ekki til nema í þessari ,,dauðlegu hugsun“. Hún
skennir, að líkamlegt efni sé ekki til sem efni og all
ekki neitt líkt því, sem það sýnist fyrir vorum fimm
skilningarvitum. Að, ef sjúkdómur kemst í líkamann
og staðnæmist þar, þá stafi það einungis af óeðlilegu
ástandi hinnar andlegu meðvitundar; og ef þetta
ósanna og ónáttúrlega ástand meðvitundarinnar breyt-
ist í rétt og' eðlilegt ástand, þá komist enginn sjúk-
dómur að líkamanum, eða hafi hann verið þar áður
kominn, þá hverfi hann strax burt og meðvitundin
Aldamót xii, 1902.—6,