Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 42
46
mannsins falla niSur og sýndi honum allan þann
drengskap, sem hin göfuga húsfreyja hans vildi. Og
Gunnar Þiörandabani fékk framtíöar-tækifæri, og
reyndist mikilmenni og drengur góöur.
Marg-oft hefir því veriö haldiö fram opinberlega
bæði í ræðu og riti, að vér Islendingar værum ákaflega
íhaldsamir, mjög vanafastir í lífsháttum vorum og
skoðunum, með afar ríkri tilhneiging til aö líta ávalt
til baka á liðna tíö og nærri því aö tilbiðja endur-
minningar fornaldar vorrar. Og jafnframt hefir það
v$rið kent, að þessi íhaldsemi, þessi vanafesta, þessi
lotning fyrir fornöld vorri og forfeðrum vorum væri
það, sem lang-helzt stendur oss fyrir þjóðernislegum
þrifum. Eg var einu sinni þessarar skoðunar sjálfur.
Eg býst við, að hún hafi ósjálfrátt komist inn í mig
með skólamentan þeirri, sem eg naut á Islandi. En
eg hefi fyrir löngu horfið frá henni. Nauðugur viljug-
ur hefi eg orðið að gjöra það, meir og meir með
hverju líðanda ári nú lengi. Eg hefi sannfærst um
það, að það er miklu fremur nýungagirni, breytinga-
fýsn, byltinga-tilhneiging en hinir gagnstæðu eiginleg-
leikar, sem einkennir þjóðflokk vorn á þessum síðustu
tímum. Og þar, miklu miklu fremur en í hinni átt-
inni, eru þröskuldarnir í vegi fyrir framförum íslenzks
þjóðlífs. Eg sé þennan þjóðlífsgalla vorn bezt, þegar
eg ber oss Islendinga saman við Breta eða hinn mikla
þjóðbálk, sem af brezku bergi er brotinn, hvort sem
hann býr á frumstöðvum sínum, í hinum brezku eyj-
um, eða í Canada, eða í Bandaríkjunum, eða hvar
annarsstaðar sem vera skal. Hvergi í heimi er meira
um framfarir en hjá þeim þjóðum, og yfir höfuð að
tala hvergi eins mikið. En hvergi er hins vegar meiri