Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 106
I 10
Leiða fram stærri listaverk ? Gjörast myndasmiðir
miklu djarfari ? Annars veröur þjóð vor áður en langt
um líöur leið á smákvæðunum.
Það er ekki svo að skilja, að margt laglegt ljóð
og smellið finnist ekki meðal þeirra, sem nú eru
prentuð. Flestum kemur saman um, að aldrei hafi
ytri búningur íslenzkra Ijóða verið jafn-glæsilegur og
nú. Og því skal ekki neitað, að marga hugsun hafa
þau meðferðis, sem út af fyrir sig er lagleg og höf-
undunum til sóma.
En svo er nú líka ekki svo lítið til af beinlínis
ljótum skáldskap, sem stefnir í þá áttina að láta
mönnum verða illa við ýmislegt af því, sem bezt er
og göfugast í fari þeirra og þeirri mannfélagsskipun,
er alt nútíðarlífið hvílir á, og mest siðferðislegt gildi
hefir.
Og ofmikið af þeim skáldskap, sem nú birtist, er
þess eðlis, að hann gleymist um leið og hann er les-
inn. Hugsanirnar eru eitthvað svo veigalitlar, þó
búningurinn sé laglegur, marg-soðnar upp,—oft og
tíðum lúpulegar á svipinn eins og vængbrotnar rjúpur.
Fögnuðurinn hjá almenningi yfir nýjum íslenzkum
kvæðum því stöðugt að verða rninni og minni. Það
er lítið lært utan bókar og lítið sungið.
Er það ekki von ? Er það ekki von, að þjóð vor
sé orðin of mett af þessum sætindum? Henni þóttu
þau góð meðan þetta var nýnæmi, eftir rímna-óöidina,
og meðan hún sjálf var barn. En nú hefir hún ofur-
lítiö þroskast, er farin að fá iit í ternurrar, eins cg c!l
börn, sem bera of mikið af sætindum í munninn, eða
hún er búin að fá leiðindi á þeim. Hún er farin að
banda hendinni við þessum viðstöðulausa straum