Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 78
82
Eg hefi nú talaö stuttlega um tvo af megin-
straumum þeim, er eg nefndi.og nokkurar kvíslir hvors
um sig. En eg á eftir að tala um hinn þriðja, dul-
spekis-stefnuna, er eg svo nefndi. Þó undarlegt megi
ef til vill virðast, þá er sú stefna mjög sterk á yfir-
standandi tíð. Hún gengur í gagnstæða átt við skyn-
semis-stefnuna og er alveg ólík siðfágunar-stefnunni.
Með þeim straumi berst fjöldi manna, sem hafa upp-
gefist á hinum materíalistisku lífsskoðunum. Þeirhafa
uppgefist á rannsóknum skynseminnar og þreyzt á
tilraunum tómra siðferðis kenninga. Þeir leita að
fullkomnun í andlegum heimum. Þeir vilja sem mest
segja skilið við hið líkamlega og skoða það nærri sem
auka atriði.
Hin fyrsta kvísl þessa dulspekis-straums, sem eg
skal nefna, er andatrúin (Spiritualism). Anda-
trúin er ekki ný í heiminum, en hún er í nýjum bún-
ingi og hefir á allra síðustu tíð náð óskiljanlega mik-
illi útbreiðslu hér í landi, og margir, sem kirkjum til-
heyra, eru undir áhrifum þeirrar trúar — eða trúar-
ringls. Yður furðar suma ef til vill að heyra það, að
heil miljón andatrúarmanna er í Bandaríkjunum og
Kanada. En þó er það tilfellið. 650 andatrúar
söfnuðir eru hér í landi. Þeir hafa guðsþjónustur á
sunnudögum, og presta og kennimenn og sunnudags-
skóla. Um 350 andatrúar prestar og fyrirlesarar
ferðast um landið til að boða kenninguna. Ekki
færri en 1,500 opinberir meðalgangarar eru á ýmsum
stöðum, sem ganga á milli manna og anda, og áætlað
er, að þar að auk séu 10,000 andatrúar meðalfæri
(mediums), sem iðka kunnáttu sína í heimahúsum, og