Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 121
125
skipaöar nema ágætustu mönnum,—beztu, réttlát-
ustu, heiöarlegustu mönnunum, sem hvert mannfélag
á til. Um leiö og þar ættu aö vera mestu gáfumenn-
irnir, er óumræðilega áríöandi að þar séu sannarlega
mentaðir menn, sem beztu ávextir mentunarinnar
koma í ljós hjá, — menn með sannar, heilbrigðar og
þróttmiklar lífsskoðanir, er færir séu um aö vera leið-
togar annarra manna. Auk þess eiga þeir svo sem
aö sjálfsögðu að vera menn, sem hafa aflað sér víð-
tækrar þekkingar, hver í sinni grein, er að öllu leyti
samsvari kröfum tímans. En muna skulum vér ávalt
eftir því, að þekkingin er ekki aðal-markmið mentun-
arinnar. Aðal-markmið hennar eru mannkostirnir,
lundin, hugarfarið, hugsunarhátturinn, innri maður-
inn allur,—að viljinn sé allur á valdi hins góða og
hjartað brennandi af þrá eftir að láta líf sitt og þann
kraft, sem maður á yfir að ráða, styðja að sigri sann-
leikans í sálum maunanna.
Þessar þrjár stöður, sem nefndar voru, hafa frá
alda öðli verið hafðar í heiðri um fram aðrar stöður.
Mannfélaginu liggur lífið á, að í þeim séu inenn, sem
það má treysta. Þær stöður ættu að vera skipaðar
göfugmennum einum, sem ant er um að láta líf sitt
og frammistöðu alla verða þjóð sinni til hinnar mestu
blessunar. Þeir stjórna löndunum og þeir hafa öriög
þjóðar sinnar í hendi sér. Þeir hafa hugsunarhátt þjóð-
arinnar að miklu leyti á valdi sínu. Sýnið mérgöfuga
embættismannastétt í einhverju landi og eg skal sýna
yður göfuga þjóð. Sýnið mér spilta, kærulitla em-
bættismenn, og eg skal sýna yður þjóð með spiltum
hugsunarhætti og ónýtum framkvæmdum. Eftir
höfðinu dansa limirnir.