Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 65
6g
blástursins, var aö reyna að kollvarpa hinni gömlu
kraftaverka-kenningu, eða gjöra náttúrlega grein fyrir
því, sem ávalt hafa verið skoðaðir yfirnáttúrlegir við-
burðir í sögu guðs opinberunar. A margan hátt hefir
sú viðleitni sýnt sig. Reynt hefir verið að færa rök
að því, að kraftaverkasögunum hafi verið bætt inn í
æfisögur Krists í nýja testamentinu, löngu eftir að
sjálfar hinar upprunalegu frásögur voru samdar. Líka
er því haldið fram, að þessar kynjasögur hafi smám
saman myndast meðal lærisveina Jesú, eins og aðrar
þjóðsögur, líkt eins og jartegnasögurnar í biskupa-
sögunum íslenzku. Þær hafi aukist og útbreiðst mann
fram af manni. Þegar höfundar guðspjallanna sömdu
svo rit sín, þá hafi þessar kraftaverkasögur verið
teknar með, alveg eins og höfundarnir að biskupa-
sögum vorum segja frá kraftaverkum og jartegnum
í æfisögum þeirra Þorláks eða Jóns helga. Krafta-
verkin eru samkvæmt þeirri kenningu tómar kerlinga-
sögur.
Spán-ný og há-vísindaleg tilgáta kraftaverkunum
viðvíkjandi er nú líka komin á dagskrá. Hún er sú,
að Kristur hafi verið ,,hypnótisti“—dáleiðari, eða
hvað maður nú á að kalla það. Dáleiðslan er mjög í
móðinn núna sem stendur. Og menn, eins og til
dæmis dr. Hirch í Chicago, hafa haldið því fram, að
Kristur hafi verið langt á undan samtíð sinni í því að
skilja leyndardóma sálarinnar og beita sálarkröftum
sínum til áhrifa á aðrar sálir, og hafi þannig bæði
læknað og upp vakið þá, er sváfu, og margt undarlegt
hafi fólki virzt hann framkvæma, sem þó raunar var
tómur hugarburður.
Þannig alla vega hefir skynseminni orðiö unt að
Aldamót xii, 1902.—5,