Aldamót - 01.01.1902, Qupperneq 171
oddsen, Grím Thomsen, Benedikt Gröndal, Pál Olafs-
son, Steingrím Thorsteinsson, Mattías Jochumsson,
kafli úr Manni og konu, Pilti og stúlku, Siguröi for-
manni. Af þessu sjá menn, að hér kennir býsna
margra grasa. Svo spillir þaö ekki til, aö bókin er
full af myndum; þær eru ekki færri en 108. Þaö er
reynt aö sýna fram á það, aö þjóö vor sé á framfara-
leiö; mörgum kann aö finnast, að þeirri hliðinni vera
haldiö nokkuö mikið fram. En vér mundum allir
gjöra oss seka í hinu sama, ef vér færum aö rita bók
um ísland fyrir erlenda þjóö. Allir góðir menn gjöra
sér að skyldu aö tala vel um þjóöina sína í áheyrn
erlendra manna og bera henni sem bezt söguna. Svo
ar annað. Hér er alls ekki fariö meö neinar öfgar,
heldur talaö mjög gætilega. Þaö er sýnt fram á,
hvaö gjört hafi verið, og í hverju framfarirnar séu
fólgnar, svo aö hver sanngjarn maður hlýtur aö sann-
færast um, aö þrátt fyrir alt erum vér framfaraþjóö,
en ekki þjóö, sem stendur í stað eöa er á hraðri ferö
aftur á bak. I bók, sem sniðin er eins og þessi, er
ekki eiginlega aö búast viö miklu fruinlegu frá höfund-
inum sjálfum. Ætlunarverkiö er að safna saman öll-
um upplýsingum í hverju efni, sem fyrir hendi eru, og
láta þær vera réttar og áreiðanlegar. Hjá löndum
vorum mun viðkvæðið verða: Þetta vitum viö alt
saman áöur, þótt mikið kunni á aö vanta, að margir
gangi meö jafn-greinilegt yfirlit yfir hagi lands og þjóö-
ar í höfði sér og það, sem hér er gefiö. Samt þykist eg
þess full viss, að það er heilmikið í kaflanum urn fólkiö
sjálft, sem mörgum Islendingi ætti að vera kunnara en
honum er. Eg hefi verið að bíða þess, aö einmitt
þessi kaflinn yröi þýddur í einhverju blaði íslenzku, en
það hefir ekki orðið. Það er lang-skemtilegasti og um
leið írumlegasti kaflinn í bókinni. Höfundurinn lýsir
Islendingum á þenna hátt:
, ,Það er hægt á það að benda sem öllum Islendingum sameigin-
legt, að þeir eru þroskaðir að greind og finna mjög mikið til sjálfra
sín, Islendingnum gezt ekki að því, að hægt sé um hann að segja, að