Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 54
53
þeim orðum liggur í grein hr. Einars Hjörleifssonar.
Þaö er vissulega ómetanlegt og verður svo til eilífðar.
Og kannist hr. E. H. að eins við það, að Jesús í þessu
tilliti eins og öllu öðru sé æfinleg fyrirmynd vor, þá
ætti hann ekki að heimta það af neinum kennimanni
kirkjunnar, að hann hiklaust setji aðrar eins kenning-
ar eins og nýmælin um gamla testamentið, sem
,,kritíkin“ hefir komið með, á dagskrá sína og taki
að prédika þær inn í almenning. Þó að alt innihald
þeirra kenninga væri viðurkent sem sannleikur af öll-
um, er þar hafa vit á, þá væri krafa þessi óviturleg,
ónærgætin, ranglát ; — hvað þá þar sem hér er að
mestu leyti að eins um ósannaðar vísindalegar get-
gáturaðræða? Gjörvöll hin trúaða kristni hefir frá
upphafi litið á gamla testamentið í heild sinni sem
heilagt ritsafn, ávalt borið það ásamt nýja testament-
inu fyidr sig sem ómengað og óyggjanda guðs orð.
Eigi verður og annað séð en að Jesús hafi á holds-
vistardögum sínum haft nákvæmlega sama álit á
gamla testamentinu. Kyn.slóð eftir kynslóð og öld
eftir öld hafa Islendingar verið upp aldir í sömu skoð-
aninni, sömu trúnni. En nú alt í einu kemur sú
krafa til vor, að vér samkvæmt því, er ,,kritíkin“
mælir fyrir, förurn að eyða þeirri skoðan, prédika þá
trú út úr almenningi þjóðar vorrar. Hún var áður til
vor komin frá afneitandi Unítörum. En nú kemur
hún úr gagnstæðri átt, frá mönnum, sem segjast vera
og vafalaust vilja vera vinir kristindómsins. Er ekki
þetta ískyggilegt ? Myndi þetta ekki vera vilianda
fyrir trúarmeðvitund kristinnar alþýðu? Er kristin-
dómslíf Islendinga á þessari tíð í því lagi, halda þeir
yfir höfuð svo fast nú á meginsannindum kristindóms-