Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 23
27
taka þetta upp hjá sjálfum sér. En að öðrum kostí
myndi almenningsálitið, svo framarlega sem það hefði
verið í skaplegu lagi, hafa neytt þá til að gjöra það,
og að minsta kosti neytt þá til að stinga slíkum leir-
burði undir stól áður en þeir fengi bóka-útgefendum
ljóðasöfn sín í hendur til þess að bera þann skáldskap
á borð fyrir alda og óborna. Fjarskalega mikill
munur er í þessu tilliti á ljóðabókunum ensku og ís-
lenzku. Það heyrir víst algjörlega til undantekninga,
að ekki megi leggja ljóðabækur á enskri tungu eftir
veruleg og viðurkend skáld opnar á borð fyrir yngra
fólk og eldra af ótta fyrir því, að þar sé eitthvað sið-
spillanda eða hneykslanlegt. Og er þetta auðvitað að
þakka almenningsálitinu hjá þjóðum þeim, sem mæla
á enska tungu.
Þessu máli til skýringar skal eg nefna eitt brezkt
skáld á nafn —Algernon Charles Swinburne, sem
fæddist árið 1837 — sama árið sem Victoría drotning
kom til ríkis, og lifir enn. Hann hefir ritað feikna-
mikið bæði á bundnu og óbundnu máli. Ein þrjátíu
bindi liggja eftir hann eða vel það. Og margir, sem
nákunnugir eru verkum hans og manna bezt hafa vit
á, halda því hiklaust fram, að hann sé mesta skáldið,
sem Bretar hafa eignast á síðara helmingi næstliðinn-
ar aldar, og er í þeim dómi ekki svo mjög tillit tekið
til þess, hve mikil ritverk hans eru að vöxtum, heldur
til þess, hve inikið þar er af ágætum skáldskap. En
árið 1866 lét hann út gefið eitt ljóðabindi (Poems and
Ballads), sem innan um heil-mikinn fagran kveðskap
hafði meðferðis nokkur Ijót og hneykslanleg kvæði.
Þessi ljótu kvæði hans þar kváðu vera ekki fleiri en
svo sem tólf að tölu, eða því sem næst, öll orkt í