Aldamót - 01.01.1902, Page 60
64
sig um til að sjá, aö sú hugsun, sem fer óþvinguð
hvert sem hún vill, muni stefna nokkuö annað en sú
hugsun, sem háð er æöra valdi, sem hún hvorki getur
né vill losast undan.
Einn af prestum þeim, sem hallastmjög aS stefnu
,,nýju guöfræðinnar“, dr. R. Heber Newton, hefir í
tímaritinu Mind gjört grein fyrir skoðanamun hinna
tveggja stefna, hinnar gömlu og hinnar nýju, og skal
eg hér fram setja helztu atriðin í niöurstööu hans :
„Gamla guðfræðin heldur fram kenningunni
um erfðasyndina —sektina, sem gengur mann frá manni
síðan við syndafall Adams. Nýja guðfræðin breyt-
ir orðinu og kallar það erfða-lögmál, sem þýðir, að
mennirnir erfi frá fortíðinni ástríður og girndir dýrs-
eðlisins.
„Gamla guðfræðin sér í eilífðinni tvo heima,
—annan bústað fullkominnar, óblandaðrar sælu ; hinn
bústað vonleysis og kvala ; og til annarshvors af
þessum bústöðum fari maðurinn strax í dauðanum og
verði þar að eilífu. Nýja guðfræðin sér í eilífðinni
margs konar og mismunandi lífsreynslu sem áframhald
af lífsreynslunni hér ; ástand hvers manns verður nátt-
úrleg afleiðing af breytni hans hér; guðs miskunn
varir að eilífu, og hann getur eins frelsað í eilífðinni
eins og hér.
„Gamla guðfræðin heldur fram kenningunni
um friðþæginguna, og bendir á Jesúm Krist sem sjálf-
boða píslarvott, sem sefar reiði föðursins, og fyrir dauða
sinn færjmönnunum í hendur lausnarskjal frá guði,
kvittun fyrir öllum skuldum mannanna við guð.
Nýj'a guðfræðin kennir hið náttúrlega fórnarlög-
mál,sem ræður yfir allri tilverunni; samkvæmt því lög-