Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 156
i6o
heimahögum. Skáldum vorum þarf aö verða skiljan-
legt, að þaö er ekki nóg aö hafa einhver lagleg ljóö
fram að bera. Þjóð vor er í rauninni búin aö fá nóg
af þeim. Hve fagur sem búningurinn er, fullnægir
hann ekki. Oss ríöur lífiö á aö fá hugsanir, góðar og
heilbrigðar og þróttmiklar hugsanir, er knýja þjóð
vora áfram í framsóknarbaráttu hennar. Eftir þeim
verða nú skáld vor að grafa, og grafa æ dýpra og
dýpra, Þjóð vor þarf að fá eitthvað til að hugsa um
og tala um. Það eru skáldin, sem koma eiga hinu
andlega lífi hennar á hreyfing og vekja hana upp af
dauðadvalanum og sinnuleysinu. Annars eru þau eng-
in skáld. Látum aila þá, sem álíta sjálfa sig hafa
fengið sannarlega köllun til að vera skáld, mæla sig
með þeim mælikvarða.
Þá er áð minnast á aðra ljóða-
Sigurbjtírn bók. Hún er eftir Sigurbjörn
Jóhannsson. Jóhannsson, nýlátinn. Hann var,
eins og áður er getið, bóndi í
Argyle-bygð, Og þess vegna í hópi Vestur-íslendinga,
en að uppruna Þingeyingur. Kunnur var hann þar í
,,heimahögum“ að því að vera hagmæltur, áður en
hann fluttist vestur. Svo hélt hann upp teknum hætti,
eftir að hann kom í sín nýju heimkynni. Skáldskap-
argáfa hans hefir eflaust örfast við það að koma á
nýjar stöðvar og taka þátt í fjörugu samkvæmis-lífi
bygðar sinnar. En aldrei flaug hann hátt, og til þess
hefir hann líka sjálfur fundið. En hann söng með því
lagi, sem hann hafði náð tökum á, fyrir sveitina sína,
og hafði vanalega kvæði á reiðum höndunr við hvert
tækifæri. Og þó kvæði þessi stefndu ekki hátt, munu
þau oftast nær hafa lyft huganum upp á við og gefið
samkvæmunum hátíðlegra snið. Þau hafa líka það
öll til síns ágætis, að hlýr og heilbrigður hugsunar-
háttur kernur fram í þeirn. Annað, sem þeim rná til