Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 177
181
gjöra það eins aumkunarlega úr garði. Eins hefði nafn sögunnar
átt að halda sér á íslenzku, en hún hefir verið skírð upp aftur og
nefnd Pétur Píslarkrákur, sem ekki lætur sérlega vel í eyrum. Ann-
ars er þýðingin sjálf lipur og lagleg, eins og búast mátti við. Charn-
isso hefir að öllum líkindum kunnað íslenzku, því hann hefir þýtt
Þrymskviðu í Sæmundar-Eddu á þýzka tungu; þykir sú þýðing prýði-
lega af hendi leyst. Hefðum vér þá átt að launa honum í gröfinni
með því að láta æfintýrið hans litla, sem halda mun nafninu hans
lengi uppi, vera laglega til fara, þegar það birtist á voru máli.
Eimreigin hefir út komið í þremur heftum fyrir árið 1902 og er
það áttundi árgangur ritsins Helzta ritgjörðin í þessum árgangi og
ein hin ánægjulegasta ritgjörð, sem tímarit vor hafa flutt, er um al-
þýðuskólana dönsku eftir Jón Jónsson. Hún er svo hlýlega rituð og
með svo glöggum skilningi á hinni afar-merkilegu lýðháskólahreyfing í
Danmörku, sem hrundið var af stað þar af^skáldinu Gruvdtvig og vin-
um hans,aðhún ætti að geta gjört mörgum íslendingi heitt um hjartað,
sem eittvað langar til að gjöra fyrir fósturjörð sína og þjóð. —I öðru
heftinu ritar Guðmundur Friðjónsson um alþýðuskáld Þingeyinga.
Þar eru leiddir fram á sjónarsviðið fjórir ungir þingeyskir þændur,
sem virðast vera hver öðrum hagari ljóðasmiðir, eftir sýnishornum
þeim af ljóðagjörð þeirra, sem þar eru gefin, að dæma. Mcðruvalla-
skólinn hefir hleypt í þá fjörinu með að yrkja. Óskandi væri, að það
fjör kæmi fram í þókmentum vorum og lífinu yfirleitt, ekki einungis í
ljóðum, heldur líka á annan hátt —Iþriðja heftinu er ritgjörð eftir
Þorstein Erlingsson um Seyðisfjörð um aldamótin. Svo er heilmikið
af ritdómum í öllum heftunum, sem margir eru myndarlega samdir.
Beint er því að Aldamótum, að þar sé tekið með silkihönzkum, á
bókunum, sem gjörðar eru að umtalsefni. Hvað sem um það er,
held eg þó, að hvergi hafi komið fram í íslenzkum ritdómum sterkari
löngun til að knýja fram meiri þroska í bókmentum vorum á öllum
svæðum. Það er eigi ætíð bezt gjört með stórum orðum og sterkum
dómum, heldur með þeim hugsunarhætti, sem stöðugt heldur fyrir-
myndinni á lofti. — Langbezta ritgjörðin í þessum árgangi ritsins, er
ritgjörð Jóns Jónssonar, sem áður var minst á, og meiri þýðingu hefð*
tímarit þetta haft, ef fleiri slíkar ritgjörðir hefðu þar verið, en minna
af léttmetinu. En því miður, mörgum, sem tímarit lesa, líka bók-
mentalegar flautir bezt, þó nú sé nokkurn veginn hætt að hafa
þær til manneldis líkamlega.
Svafa, tímaritið, sem út kemur á Gimli og G. M. Thompson
stýrir, hvíldi sig árlangt fyrir vanheilsu ritstjórans, en er nú aftur
risin upp og heldur betur til fara en áður. Eru sjö hefti af fimta árg.
út komin. Flest af því, sem í henni stendur, er fremur vel valið, og
ber vott um dómgreind nokkura og fegurðarvit. Það sem þar stend-
ur mun líka flest vera heilbrigt að hugsun og efni, og er meira hrós
með því upp kveðið en margur hyggur. Löng ritgjörð er þar um
rannsóknarferðir til norðurskautsins eftir ritstjórann. Nokkur kvæði
eru þar eftir ungan hagyrðing, Hjört Leó; virðist hann bæði hugsa
einkennilega og komast laglega að orði og fremur gáfulega.