Aldamót - 01.01.1902, Side 177

Aldamót - 01.01.1902, Side 177
181 gjöra það eins aumkunarlega úr garði. Eins hefði nafn sögunnar átt að halda sér á íslenzku, en hún hefir verið skírð upp aftur og nefnd Pétur Píslarkrákur, sem ekki lætur sérlega vel í eyrum. Ann- ars er þýðingin sjálf lipur og lagleg, eins og búast mátti við. Charn- isso hefir að öllum líkindum kunnað íslenzku, því hann hefir þýtt Þrymskviðu í Sæmundar-Eddu á þýzka tungu; þykir sú þýðing prýði- lega af hendi leyst. Hefðum vér þá átt að launa honum í gröfinni með því að láta æfintýrið hans litla, sem halda mun nafninu hans lengi uppi, vera laglega til fara, þegar það birtist á voru máli. Eimreigin hefir út komið í þremur heftum fyrir árið 1902 og er það áttundi árgangur ritsins Helzta ritgjörðin í þessum árgangi og ein hin ánægjulegasta ritgjörð, sem tímarit vor hafa flutt, er um al- þýðuskólana dönsku eftir Jón Jónsson. Hún er svo hlýlega rituð og með svo glöggum skilningi á hinni afar-merkilegu lýðháskólahreyfing í Danmörku, sem hrundið var af stað þar af^skáldinu Gruvdtvig og vin- um hans,aðhún ætti að geta gjört mörgum íslendingi heitt um hjartað, sem eittvað langar til að gjöra fyrir fósturjörð sína og þjóð. —I öðru heftinu ritar Guðmundur Friðjónsson um alþýðuskáld Þingeyinga. Þar eru leiddir fram á sjónarsviðið fjórir ungir þingeyskir þændur, sem virðast vera hver öðrum hagari ljóðasmiðir, eftir sýnishornum þeim af ljóðagjörð þeirra, sem þar eru gefin, að dæma. Mcðruvalla- skólinn hefir hleypt í þá fjörinu með að yrkja. Óskandi væri, að það fjör kæmi fram í þókmentum vorum og lífinu yfirleitt, ekki einungis í ljóðum, heldur líka á annan hátt —Iþriðja heftinu er ritgjörð eftir Þorstein Erlingsson um Seyðisfjörð um aldamótin. Svo er heilmikið af ritdómum í öllum heftunum, sem margir eru myndarlega samdir. Beint er því að Aldamótum, að þar sé tekið með silkihönzkum, á bókunum, sem gjörðar eru að umtalsefni. Hvað sem um það er, held eg þó, að hvergi hafi komið fram í íslenzkum ritdómum sterkari löngun til að knýja fram meiri þroska í bókmentum vorum á öllum svæðum. Það er eigi ætíð bezt gjört með stórum orðum og sterkum dómum, heldur með þeim hugsunarhætti, sem stöðugt heldur fyrir- myndinni á lofti. — Langbezta ritgjörðin í þessum árgangi ritsins, er ritgjörð Jóns Jónssonar, sem áður var minst á, og meiri þýðingu hefð* tímarit þetta haft, ef fleiri slíkar ritgjörðir hefðu þar verið, en minna af léttmetinu. En því miður, mörgum, sem tímarit lesa, líka bók- mentalegar flautir bezt, þó nú sé nokkurn veginn hætt að hafa þær til manneldis líkamlega. Svafa, tímaritið, sem út kemur á Gimli og G. M. Thompson stýrir, hvíldi sig árlangt fyrir vanheilsu ritstjórans, en er nú aftur risin upp og heldur betur til fara en áður. Eru sjö hefti af fimta árg. út komin. Flest af því, sem í henni stendur, er fremur vel valið, og ber vott um dómgreind nokkura og fegurðarvit. Það sem þar stend- ur mun líka flest vera heilbrigt að hugsun og efni, og er meira hrós með því upp kveðið en margur hyggur. Löng ritgjörð er þar um rannsóknarferðir til norðurskautsins eftir ritstjórann. Nokkur kvæði eru þar eftir ungan hagyrðing, Hjört Leó; virðist hann bæði hugsa einkennilega og komast laglega að orði og fremur gáfulega.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Aldamót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldamót
https://timarit.is/publication/250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.