Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 67
7i
Krists. En margir leiötogarnir eru komnir alla leiö.
Lang merkustu guöfræöingarnir á Þýzkalandi og Eng-
landi, sem veriö hafa leiötogar og ljós ,,hærri kritíkur-
innar“, hafa nú líka sagt skilið bæði við kraftaverka
kenninguna og kenninguna um guðdóm Krists í hinni
,,gömlu“ mynd hennar. Náöarmeöala kenningin og
kenningin um réttlætinguna af trúnni, og aðrar
,,gamlar“ kenningar, hafa auövitað hjá þessum mönn-
um verið jarðaöar í sömu gröfinni, eins og við var aö
búast.
En þessi stefna hefir líka annað aö bjóða í staðinn.
Það væri ranglátt að segja, að hún rífi niður en byggi
ekkert upp. Hún býður í staðinn fyrir hina gömlu
náðarmeðala og náðarverka trú, trú náttúrlegra með-
ala og náttúrlegra verka. Hún boðar réttlætinguna
af verkunum. Þetta kemur bezt í Ijós í kenningar-
máta og innihaldinu í prédikunum þeirra, sem þessari
stefnu fylgja. Þar er þetta lagt til grundvallar: Pré-
dikum virkileikann, tölum um daglega lífið, boðum
evangelíum siðferðisins fyrir ríkið, borgirnar, heimilin
og einstaklinginn. Það á að prédika um landsins
gagn og nauðsynjar, um stjórnmál, mentamál, verka-
mannamál, vísindi, bókmentir o. s. frv. Það getur
verið býsna lærdómsríkt að líta yfir eitthvert stór-
borgarblaðið einhvern laugardag. Þar eru allar aug-
lýsingarnar frá kirkjunum ; hver kirkja auglýsir þar
sönginn og skemtanirnar og svo ræðuefni prestsins
daginn eftir. Það eru svo sem ekki einungis þær allra
frjálslyndustu kirkjurnar, svo sem Únítarar og Úní-
versalistar, heldur líka mýmargt af reformeruSu sect-
unum, sem auglýsa guðsþjónustur og prédikanir, sem