Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 110
skáldinu hefir vakaö. Það er eins og margir yrki ljóö
sín á þann hátt, a5 þeir setji sig niður með penna í
hönd og segi við sjálfa sig: Nú skal eg yrkja. Svo
láta þeir sér detta fyrstu hendinguna í hug og spinna
það, sem verkast vill út af henni, alveg út í bláinn,
Er þá furða, þó efnið verði óljóst og gróðinn nokkuð
lítill, sem aðrir hafa af lestrinum. Skáldið veit þá
oft og tíðum ekki sjálft, hvað það hefir eiginlega verið
að fara með, og því síður nokkur annar. Sumir hafa
nú líka upp á síðkastið verið að sperrast við að yrkja
svo dult, að enginn hefir skilið. Skýrir menn hafa
gengið frá kvæðunum eftir langa mæðu og mikið strit
með sáran höfuðverk og verið öldungis jafn-nær.
Þeir hafa ekki botnað neina lifandi vitund í þeirri
vizku, sem þarna er verið að fara með.
Að gjöra hús eftir uppdrætti hafa íslenzkir smiðir
ekki kunnað — fyrr en nú á síðustu tímum. Að bíða
þangað til stór og mikilfengleg mynd er komin fram í
hugann, þangað til súlu hefir verið bætt við súlu, og
einn turninn rís öðrum hærra og samræmi og feg-
urð hvílir yfir öllu, — það hafa skáldin vor svo lítið
lag á enn þá. Þau eru komin svo skamt í þeirri list
að gjöra uppdráttinn fyrir fram, og smíða svo eftir
honum.
7. Það er líka nú upp á síðkastið að læðast eitt-
hvert ömurlegt volgur-hljóð inn í íslenzkan kveð-
skap,—eitthvert ,,holtaþokuvæl“, sem er alt annað
en ánægjulegt á að hlýða. Sumir þeirra, sem yrkja,
ætla sér að segja eitthvað skelfing átakanlegt og skrúfa
upp hjá sjálfum sér æstar tilfinningar út af ýmis konar
böli og mótlæti meðal mannanna. Þeir þykjast þá
ekki sjá neitt annað kring um sig. Lífið sé eitt óskap-