Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 160
164
þögnuðu og hurfu. Dauöaþögn aö ööru en því, sem
fossinn niðaði þungt og dimt; seiddi í leiðslu niður í
gljúfrið til sín. Aldrei hafði henni sýnst ástamunað-
urinn jafn-töfrandi og nú; aldrei fundið skilnaðar-
kvölina jafn-vobalega sára og nístingsdapra og nú.
Hún reyndi að finna ráð, en gat það ekki. Urræði
Geirmundar var örþrifsráð, sem hún þorði ekki að
taka. Ó, guð minn! Hvað sorgin er beisk“ (54—55).
Svona skrifar enginn klaufi. Og svona er öll
bókin. En söguefnið er nokkuð lítið. Það gjörist
ekki nógu mikið. Málalengingar nokkuð miklar,
þrátt fyrir fjörugan stíi. Höfundurinn setur sér fyrir
að gjöra grein fyrir því, hvers vegna Geirmundur er
ógæfumaður. Og í rauninni tekst honum það býsna
vel. Ógæfa hans er rakin til prestsins; alt bitnar á
honum. Af hans völdum hefst líf Geirmundar í
meinum. Enda heldur það áfram í sívaxandi mein-
um til enda. Til hegningar fyrir ástamál sín við Gróu,
fær hann ekki að njóta þeirrar leyfilegu ástar, sem
síðar fær vald yfir honum. Þá verður hann þess var,
að einnig sú ást er í meinum. Synd prestsins tvö-
föld eða margföld. Fyrst sú, að hann er faðir Geir-
mundar. Þar næst, að hann dylur þau systkinin
hins sanna þangað til um seinan.—Efnið er ljótt,
dapurt, ömurlegt. En höfundurinn virðist einlægt
vera með hugann siðferðisins megin. Hann álítur
ekki, að þau Geirmundur og Gróa breyti rétt. Hann
gefur ekki í skyn, að leysing gátunnar hefði verið í því
fclgin, að Gróa hefði yfirgefið mann sinn og börn og
strokið með Geirmundi út í lífið. Hann safnar öllum
skuggunum yfir höfuð prestsins, sem eftir íslenzkum
hugsunarhætti er mesti sómamaður, en í áliti skálds-
ins aumasti hræsnari og valdur að þessu ömurlega
óláni barna sinna. Sagan er gáfulega samin og gefur
býsna-sanna mynd af ýmsum hliðum íslenzks sveita-
lífs. En hún verður ljót og hálf-ógeðsleg vegna hinn-
ar augljósu tilhneigingar höfundarins að lýsa því ljót-
asta, sem til er í fari mannanna, og draga það inn í