Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 30
34
svariö, sem komið er meö upp á þá spurning, er hik-
laust neitanda. Ekki er þetta nein eiginleg skammar-
grein ; hún er stillilega orðuö og meöfram þess vegna
býsna ísmeygileg. En hún er þrungin af vantrú, —
helberri,ískaldri afneitan þeirra sanninda, sem milíón-
um mauna hringinn í kring um jaröarhnöttinn hafa
verið svo óendanlega dýrmæt á öllum öldum, eina
huggunin þeirra í hörðustu lífsbaráttunni og dauðan-
um, enda eru meginatriði í öllum trúarbrögðum mann-
kynsins og hafa ávalt verið. Að sjálfsögðu er þetta
slag í andlitið á Jesú Kristi, miklu verra en kinnhest-
urinn, sem þjónn æðsta prestsins gaf honum forðum
við hina ógleymanlegu yfirheyrslu í Jerúsalem á skír-
dagskvöld. Því þetta er ekki nein bráðræðissynd.
Þetta er gjört með köldu blóði og af ásettu ráði. En
þótt því nú væri algjörlega slept, að hér er í þessari
blaðgrein bein árás á persónu frelsarans, og ekki
heldur neitt tillit tekið til huggunar þeirrar, sem
ódauðleikatrúin er óteljandi mannssálum, þá ætti þó
allir, líka þeir, sem ekki eru kristnir, að geta skilið,
að með annarri eins grein og þessari er verið að
reyna til að kippa sterkustu stoðinni undan siðgæði
almennings. Þótt benda megi á stöku menn, sem
lifað hafa vönduðu lífi í siðferðislegu tilliti án trúar-
innar á lífstilveru eftir dauðann, þá verða það þó
aldrei nema undantekningar frá aðal-reglunni. En
aðalreglan er þetta : Ranglætistilhneigingin, synd-
semin í mannlegu eðli, fær lausan tauminn við það að
ódauðleikatrúin er deydd. Menn verða að dýrum,
og jafnvel að djöflum, ef þeir fara að hafa það fyrir
satt, að hinn líkamlegi dauði sé síðasti endirinn. —
Það haía ýmsar miklu grófari vantrúargreinir birst í