Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 164
168
og lýtalaust eins fyrir því, þó vér eigum ekki heima á
Islandi. Vér ættum ekki síður en frændur vorir heima
að vanda hugsanir vorar og koma fram með það
eitt fyrir þjóð vora, sem henni má að einhverju
haldi koma. Annars er það ekki ómaksins vert
að vera að reyna að segja nokkuð. Það þarf að
koma í ljós, að vér höfum eitthvað grætt, höfum ein-
hverjar fréttir að segja úr andans heimi, sem bræðrum
vorum á Islandi kemur vel að fá að heyra. Það vil
eg, að J. Magnús Bjarnason og allir þeir, sem á ís-
lenzku rita hér fyrir vestan, vildu hafa hugfast.
Gestur heitinn Pálsson dvaldi hér
Rit Gests fyrir vestan síðasta ár æfi sinnar.
Pálssonar. Kom hingað 1890 og dó 1891.
Það hefði því átt vel við, að það,
sem eftir hann liggur, hefði út komið hér fyrir vestan,
á sómasamlegan hátt, úr því það drógst svo lengi, að
nokkuð væri gjört í þá átt á Islandi. Islendingur
einn í Chicago, Arnór Árnason, góður maður og gegn
að þeirra sögn, sem hann þekkja, hefir ráðist í það
fyrirtæki, að koma út ritum Gests heitins. Líklegast
hefir hann ekki gjört sér fullkomlega ljóst, í hvað
hann var að ráðast og hvernig bezt og réttast hefði
verið að því að fara. Sér hann það alt betur nú á
eftir, eins og gengur, og er því ekki alls kostar ánægð-
ur. Það er meira fé en margur hyggur, sem til þess
þarf að koma út bók, sem bærilega lítur út og ekki
er minni en einar 250 bls. Og sé maður í félagi við
einhvern, sem leysa skal verkið sjálft af hendi, stendur
ekki á sama, hver sá maður er. Arnór Árnason mun ekki
hafa ætlað sér að eiga nema heiðarlegan þátt að þess-
ari útgáfu. Um það sannfærðist eg af viðtali við hann
sjálfan. Eg tek þetta fram, af því eg þykist vita, að
misjafnlega sé dæmt um fyrirtæki þetta, bæði hér
fyrir vestan og þá ekki síður á Islandi. Eg vona, að
það verði aldrei álitið rétt meðal Vestur-íslendinga, að