Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 118
122
nefndir, til þess þau fái þar náö öllum þeim þroska,
sem þeim er unt.
Þessi ungmenni eru fegurstu vonirnar og hugljúf-
ustu, sem faðir og móðir hafa hingað til alið við hita
hjartna sinna. Alt lífið og öll sú ánægja, sem þessu
jarðneska lífi fylgir fyrir foreldrana, er undir því
komin, að þessar vonir rætist, — að þær verði ekki
tál, heldur að þessi börn, sem nú eru að byrja lífið,
fái orðið gæfunnar börn og gengið á gæfunnar vegum.
Það, sem föður og móður sjálf langaði til að
verða, en gátu ekki orðið — það vilja þau láta börnin
sfn verða. Til þess því takmarki verði náð, telja
þau ekkert eftir sér, álíta enga fórn of stóra, — vildu
klæða sig úr hverri spjör, til þess börnin gætu komist
eins vel til manns og þeim er unt.
Sárustu vonbrigðin, sem til eru í lífinu, — hver
eru þau ? Af mörgum ástæðum blæða hjörtu mann-
anna. Margt er það sverðið til, sem nístir og særir
þeim holundarsárum, er blæða inn á við og leggja
manninn með biturri hugarkvöl í gröfina löngu áður
en vera átti.
En ekkert af þessum sverðum er eins nístandi
sárt og engin holundarsár jafn-óbærilega kvalafull eins
og vonbrigði foreldrannu út af efnilegum börnum, sem
þau með mikilli sjálfsafneitun hafa sent frá sér, til að
gjöra eitthvað mikið og göfugt úr, en orðið hefir
minna en ekki neitt úr.
Og þessi vonbrigði, —þetta sárasta af ðllu, sem
fyrir manninn getur komið, hefir verið og er líklega
enn tíðara meö þjóð vorri en nokkurri annarri þjóð.
„íslands óhamingju verður alt að vopni“ er gamalt
orð, sem rnikill sársauki felst á bak við. Og hvað