Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 21
2? '
smávaxin. Reitur sá í hinni andlegu landeign íslenzku
þjóðarinnar, sem bækur hennar og blöð skipa, er að
sjálfsögðu algjörlega hverfandi að víðáttu við hliðina
á samsvaranda reit sambýlismanna vorra hér í álfu,
sem hafa hina ensku tungu fyrir móðurmál. Slíkt
liggur öllum í augum uppi og þarf naumast að taka
fram. En mælið nú út úr þessu mikla andlega land-
flæmi hinna ensku-mælandi manna, bókmenta- og
blaðagjörðar-heiminum þeirra, eins og hann er svona
upp og niður í nútíðinni, jafn-stóran blett hinum litla
íslenzka. Og berið svo vandlega saman þá tvo reiti.
Eg skal ekki trúa öðru en að þér eftir þann saman-
burð verðið allir hiklaust á mínu máli um það, að vor
reitur er langtum langtum óhreinni.
Merkilega auðugir erum vér Islendingar af Ijóð-
um ; og er það sá þáttur í bókmentum vorum, sem
yfirgnæfir alt annað þeirrar tegundar hjá oss. Og sízt
er því að neita, að mörg íslenzk ljóð eigum vér fögur
og dýrmæt. En hins vegar er svo mikið, að undrum
sætir,til af íslenzkum ljóðum frá fyrri og síðari tímum,
sem alls engan skáldskap hafa í sér fólginn, enga feg-
urð, enga nýja eða nýtilega hugsan. Rímsmíðargáfa
er mjög mikil til hjá Islendingum, meiri að öllum lík-
indum en hjá nokkrutn öðrum þjóðflokki heimsins.
Enda er öll býsn orkt á vorri tungu. Og sé ekki því
meira brotið á móti fastákveðnum rímreglum, og jafn-
vel þótt það sé gjört stórvægilega, þá er slíkur sam-
setningur alment kallaður skáldskapur, og allir, sem
eru að eiga við að yrkja, kallaðir skáld. Þessi skoð-
an og málvenja, þótt í mesta máta sé öfug og ótæk,
er gömul, jafnvel eldgömul. Það má verja hana
sögulega, rökstyðja hana vísindalega. Þeir voru allir