Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 155
159
eins andans hæfileika og hann eru ekki skapaöir til aö
strita. Fósturjöröin ætti aö hafa nóg andleg ætlun-
arverk handa honum og ýmsum öörum, sem gætu
unnið henni miklu meira gagn með því að gefa sig við
andlegum starfsmálum, en að slíta sér út við að stríða
við lambær eða berja á velli, hvað sjálfsögð og heið-
arleg vinna sem það annars er. Eg get sagt, að mér
þykisártaðsjá G.F. eða einhvern annanstanda við ein-
hverja stritvinnu, af því eg hefi það álit á honum, að
hann nyti sín betur, við önnur æðri og geðfeldari störf,
án þess að sýna vinnunni nokkura fyrirlitning. En
aumingja fósturjörð vor er fátæk og fær ekki eins hugs-
að fyrir sonum sínum og skyldi.
,,Frá óborguðum reikniug, sem erfingjarnir fá,
hinn aldni maður hrapar í dauðans myrku gjá“ [93].
En annars er lísskoðun skáldsins mjög heilbrigð.
Og hér í þessu ljóðasafni er ekkert, sem ílla lætur í
eyrum, ekkert ljótt, ekkert, sem meiða þarf tilfinning-
ar nokkurs manns. Öll þessi ljóð hvíla á alvarlegum
grundvelli. Skáldið hugsar um alt í sambandi við líf-
ið eins og alvörugefnum manni sæmir. Þar er enginn
flysjungsháttur neins staðar. jafnvel heimur trúar-
innar er honum helgur heimur. Við stúlkuna sína
segir hann:
, .Bernsku sinnar bæn að týna
bætur bygg eg fáum vinna.
Enda þótt eg alt af finni,
að einhver leggur götu mína,
er mér bönnuð bæna-iðja,
bregzt það ei’, fyrir hagsæld minni.
Vina, fyrir velferð þinni
vaka skal eg nú og biðja“ [76].
Sjóndeildarhringurinn er ekki víðtækur, og er
naumast við því að búast. Yrkisefnin eru fá. Skáld-
ið hefir eiginlega ekki mikið til að segja. En hann er
enn ungur maður, og ef hann þroskast eins andlega á
þeim tíu árum, sem í hönd fara, og hann hefir þrosk-
ast síðastliðin tíu ár, á hann enn mikið gull ógrafið í