Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 116
1 2Ö
Þa5 væri því ekki úr vegi, a5 vér verðum fáein-
um augnablikum til aö gjöra oss ljóst, hver köllun
nemandans er, og hvaða hugsjónir þaö eru, sem
henni fylgja. Þaö getur haft þýöing fyrir þann hóp
íslenzkra nemenda, sem safnast hefir saman hér í
þessum bæ. Þaö getur haft þýðing fyrir alt vort
íslenzka mannfélag hér á þessum stöövum, — alla
Vestur-íslendinga í heild sinni. Og fátt er það, sem
eins ríöur lífið á aö koma inn í hug og hjarta þjóðar
vorrar hinum megin hafsins og því, að halda köllunar-
hugsjón nemandans á lofti og krefjast þess meö heil-
agri alvöru, aö hún sé ekki fótum troðin, heldur að
leitast sé við aö lifa eftir henni með samvizkusemi.
Fyrst viljum vér þá gjöra oss ljóst, hvað meint
er með orðinu köllun.
Köllun mannsins er sá verkahringur, sem hann
hefir í lífinu, og þau skylduverk, sem honum fylgja.
Það er ætlunarverk mannsins í lífinu, hvernig svo sem
það kann að vera vaxið. Það er starfsvið hvers
manns með öllum hinum guðlegu kröfum til mannsins
um það, að lífsstarfið sé int af hendi eins vel og sam-
vizkusamlega og unt er.
Vér tölum um háa köllun og lága köllun, um göf-
uga köllun og lítilmótlega köllun. F.n í raun réttri er
hver einasta köllun góð og göfug í eðli sínu. Því
köllunin er ekkert annað en rödd samvizkunnar og
hans, sem lífið og öll hin margbreyttu verkefni lífsins
eru frá, til mannsins um það, að þess sé af honum
krafist, að hann leysi ætlunarverk sitt eins vel af
hendi og honunr sé framast unt og einlægt betur og
betur. Lávarður lífsins lætur auga sitt hið alskygna
hvíla yfir lífsstarfi hvers manns. Einungis sá skilur