Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 128
132
blessunar bæði fyrir alda og óborna. Því hér búum
vér hjá hinni mestu framfaraþjóö heimsins, -— þjóð,
sem nú um þessar mundir sýnist bera ægishjálm yfir
allar aðrar, að dugnaði og atorku, að líkamlegu og
andlegu atgerfi, að mannkostum og stjórnvizku. Þjóð,
sem betra lag sýnist hafa á því að ráða fram úr vanda-
málum mannfélagsins en flestar aðrar.
Það væri undarlegt, ef komnar eru hingað vestur
einar fimtán til tuttugu þúsundir Islendinga, og ekki
skyldi berast neitt nýtilegt úr þessu straumharða og
stórfelda mannlífi, sem vér erum komnir inn í, heim í
kyrrláta og aðgjörðalitla lífið á fósturjörð vorri. Það
væri næsta undarlegt, ef engin hugsun fengi meiri
hraða, engin athöfn meira áræði, enginn letingi meiri
löngun lil að vinna, fyrir það, sem Island á slíkan urm-
ul af sonum og dætrum hér vestra.
Miklir dæmalausir aumingjar værum vér Vestur-
íslendingar þá, ef vér gætum ekki gjört hjartaslög
þjóðlífs vors ofurlítið örari en þau hafa verið.
En svo miklir aumingjar erum vér ekki. Vér
bæði getum það og gjörum það. Hjartað í íslenzka
þjóðlíkamanum slær ólíkt örara nú,en um það leyti að
vesturfarir hófust. Ef vesturfarirnar hefðu að eins
verið blóðtaka fyrir þjóð vora, eins og sumir landar
vorir eru nógu þröngsýnir til að staðhæfa, mundi nú
hjarta hennar hér um bil hætt að slá. Því hvorki var
f jörið né framfarirnar á svo háu stigi áður. En vestur-
farirnar hafa borgað henni með rentum og rentu-rent-
um alt það fólksmagn, sem hún hefir mist. Og eg vona
að vér Vestur-Islendingar látum oss vera það hugar-
haldið, að borga henni það æ betur og rækilegar.
Og þar eiga íslenzkir námsmenn hér fyrir vestan