Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 129
133
aö vera fremstir í flokki. Ekki með því samt, að gjör-
ast rithöfundar meðan þeir sitja á skólabekkjunum.
Það vildi eg hamingjan forðaði þeim frá.
Heldur með því móti að láta myndast heilbrigt
og öflugt námsmannalíf hér með oss á þjóðernislegum
grundvelli. Námsmannalífið við skólana hér í landi
er eitt hið fjörugasta og heilbrigðasta, sem unt er á
að benda nokkurs staðar í heiminum. Ekkert af
vandamálum mannanna láta þeir vera sér óviðkom-
anda. A þeim leitast þeir við að fá sem fullkomnasta
þekking með öllu móti, ekki til þess þegar á skólaár-
unum að fara að prédika speki sína á strætum og gatna-
mótum, heldur til þess að vera þeim inun betur búnir
undir lífið. Ættjarðarástin brennur þeim í brjósti í
göfugustu rnynd. Með alls konar líkamsæfingum
herða þeir líkama sinn og temja sér snarræði og kapp,
sem aldrei gefst upp fyrr en í fulla hnefana. Hvergi
í heimi kemst það eins vel inn í huga og hjarta náms-
mannsins, að lífið er kappleikur, eins og með ensku
þjóðunum.
Islenzkum námsmönnum hér ætti að vera urn það
hugað að taka fullkominn þátt í því þróttmikla og
heilbrigða námsmannalífi, sem hér er lifað. Og á
námsárunum ættu þeir að gjöra sér sem ljósasta grein
fyrir því, hvað það er í ensku þjóðlífi, sem leiða ætti
inn í íslenzkt þíóðlíf, — hvaða enskar og amerískar
hugmyndir til framfara gætu borið mestan arð með
þjóð vorri, og hvað það er í enskum og amerískum
hugsunarhætti, sem bezt þarf að komast inn í íslenzkt
þjóðlíf, til þess að verða því til blessunar.
Vestur-íslendingar eiga að vera eðlilegur og sjálf-
Aldamót xii, 1902.-9,