Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 53
57
nálega meö öllu þangað til rétt áður en hann hverfur
líkamlega burt frá þeim fyrir fult og alt og stígur upp
til himins. Hví myndi frelsarinn hafa fariö svona aö?
Hví haldið svo mikilvægum atriðum í innihaldi trúar
vorrar niðri langa-lengi ? Af góðri og gildri ástæðu
vissulega. Af vísdómsfullri, kærleiksríkri nærgætni
við veikar sálir. Að eins sem maður gat hann séð
það fyrir, að líka þeir, sem voru sannir Israelsmenn
og þráðu af öllu hjarta að komast inn í guðs ríki,
myndi fælast frá honum og hneykslast, ef hann opin-
beraði þeim meira af sannleikanum en hann gjörði.
Þess vegna heldur hann kenning sinni alla hina jarð-
nesku æfitíð sína á enda innan svo þröngra takmarka.
I skilnaðarræðu hans, sem hann flutti postulum sínum
á skírdagskvöld rétt áður en hann gekk út í dauðann,
stendur meðal annars þetta : ,,Eg hefi enn margt að
segja við yður ; en þér getið ekki borið það að sinni. “
Seinna, eftir að heilagur andi er yfir þá kominn í fyll-
ing sinni, skulu þeir verða leiddir í sannleikann allan.
Fyrr ekki. Allan þann tfma, sem |esús dvelur líkam-
lega á jörðinni, er hann í sannkölluðu kærleiks-bind-
indi, einnig með tilliti til kenningar sinnar. Það bind-
indi var honum sársauki að sjálfsögðu. Það hlaut oft
að vera freistanda fyrir hann að segja meira en hann
sagði, eins og t.a.m. þegar hann var að tala við kon-
una kanversku. En hann stóðst þá freisting eins og
allar aðrar freistingar, —afbar þennan sérstaka bind-
indissársauka eins og alla aðra kvöl með fúsu geði
málefnis síns vegna, m mnanna. vegna, guðs vegna.
Víst má segja, að örðugt sé að meta undirbúnings-
verk það, sem sannleikurinn gat unnið í slíkri ,,niður-
læging“—og þó auðvitað í alt öðrum skilningi en í