Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 108
falleg föt oft og tíðum. En til lengdar verða menn
þreyttir á tómum fötuunm.
3. Skáldin eru alt of mörg,—mikils til of margir
meS svona lítilli þjóS, sem fást viS að yrkja. ÞaS er
skáld á hverju strái. Sá varningur, sem allir hafa á
boSstólum, fellur í gildi og verSur lítils virSi. Menn
sækjast ekkert eftir því, fá hálfgerSan ama á því,
þykir ekkert í þaS variS. Glingri, sem boSiS er á
hverju götuhorni fyrir fáeina aura, og hver klaufinn
getur hnoSaS saman, fara menn ekki að líta viS.
Þegar syngur í öllum tálknum, stinga menn fingrum í
eyru sér. Skáldskapurinn er aS eins meSfæri hinna
fáu.
4. Sú skáldskapartegund, sem þjóS vor hefir lagt
svo mikla rækt viS, er mikils til of einskorSuS. Vér
yrkjum eintóm smákvæSi. ÞaS má svo aS orSi kveSa,
aS allar vorar ný-íslenzku bókmentir séu fólgnar
í nokkurum smákvæSum, sem mönnum hefir komið
saman urn, aS eitthvert gildi hafi. Og svo hefir
hlaupiS þessi óskapa ofvöxtur í þessa einu grein bók-
menta vorra. ÞaS þykir naumast í mál takandi aS
gefa út annaS en ljóSabækur. Alt annaS situr á hak-
anum. ÞaS er eftir að rita um alla skapaSa hluti, aS
heita megi. ÞjóS vor hugsar eigi, vegna þess henni
er svo lítið gefiS um aS hugsa. ÞaS lítiS, sem hún
hugsar, er alt í ofur-mikilli bendu nálega í öllum
atriðum, af því hugmyndirnar eru ekki skýrSar og út-
listaSar fyrir henni eins og öSrum þjóðum. ÞaS hefir
svo sem enginn tíma til aS hugsa og rita fyrir þjóS
vora. Þeir eru allir aS yrkja.
Er ekki öll von, að þjóð vor fari að finna til þess
að þetta er öfugt ? Væri ekki von, aS hana færi að