Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 36
40
lega eftir Swinburne. Saga þessi á aS vera ekki van-
trúnni, heldur kristindórninum, í vil. Engu að síöur
fanst mér þetta vera sú andstyggilegasta bók, sem eg
þá hafSi lesið. Og mér tinst svo enn. Mér fanst
þetta líka áSur vera tóm vitleysa. En nú hefi eg
fyrir nokkru sannfærst um þaS, aS þvf miSur er í
þessu heil-mikiS vit. Eg hefi séS það fyrir löngu, að
hér er opinberaSur einn merkilegur, en hörmulegur
sannleikur, sern beinlínis og sérstaklega kemur oss
Islendingum við í nútíSinni. Eg sá þann sannleik,
þegar eg gætti að því, hve illa margt fólk vort einatt
stýrir brjóstgæða-tilfinning sinni. Búast mætti viS, aS
góSur vitnisburður um fortíð þess eða þess manns yrSi
þeim sama manni ákaflega sterk meðmæli í augum
almennings. Og aS sínu leyti eins vondur vitnisburS-
ur um fortíS einhvers manns honum til hnekkis í al-
menningsálitinu. Svo mun þaS og vera fyrir flestum
íslendingum hér, þegar um vanalega verkamenn er aS
ræSa. En það er engan veginn svo, þegar einhver
sá á hlut aS máli, sem leita vill inn í æðri lífsstöðu,
eða það, sem svo er kallað, — einhverja opinbera
stöðu í félagslífi voru, t. a. m. kenslustarf, blaSa-
mensku, prestskap. Þá er þaS fyrir mörgum eins og
skynsemi þeirra snúist alveg við og þeir ætlist til,
að allir aörir stingi skynseminni undir stól. Þá verS-
ur biluS og flekkuð fortíS náunganum beinlínis til með-
mæla. Því hin sýkta brjóstgæSa-tilfinning er alráS-
andi. Á almennings kostnaS verSur aS hjálpa slíkum
mönnum og hlynna að þeim með öllu móti, einkum
og sér í lagi, ef þeir hafa komiS hingað sem skóla-
gengnir menn frá Islandi, án alls tillits til þess,
hvernig þeir hafa farið meö fróöleikinn, sein þeim