Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 63
6?
er og óskiljanlegt í kristindóminum ; eöa út skýra þaö
svo, aö þaö sé ekki lengur yfirnáttúrlegt. Og auð-
vitaö er þá fyrst snúið sér að því, sem næst liggur,
frásögunni um opinberunina, guðs orði heilagrar ritn-
ingar. Ritningin er tekin af altarinu og lögð á rann-
sóknarborðið. Meðan hún var á altarinu, meðan
menn trúðu því, að hún væri heilög bók og innihald
hennar gefið af heilögum anda, þá var guðs orð skoð-
að sem heilagt náðarmeðal af kirkjunni, sama eðlis og
sakramentin, og líka jafn-yfirnáttúrlegt eins og skírnin
og kveldmáltíðin. En svo fóru bókvitringar og fræði-
menn að rannsaka heilaga ritningu og mæla hana á
sína mælikvarða. Þessir ,,vísindamenn“ fundu auð-
vitað ekki annað en mannleg orð í biblíunni, eins og
skírnin mundi verða fyrir ,,vísindalega rannsókn“
að tómu vatni og í kveldmáltíðinni ekkert finnast
nema brauð og vín. Hinir svo kölluðu vísindamenn
gjörðust æ djarfari, þeir kölluðu verk sitt ,,hærri
kritík“. Öllum fanst þeim mikið til um andann í
biblíunni, en bókstafurinn var numinn úr gildi. Þeir
uppgötvuðu það, að biblían var öll skakt sett saman,
og bækurnar rangfeðraðar. Það voru alt aðrir höf-
undar að bókunum, en þær bera með sér, og margir
höfundar að sumum þeirra. Þeir tóku sig svo til og
sundurliðuðu bækurnar og gátu svo að segja þekt
hönd hvers höfundar um sig. Svo gáfu þeir út á prent
nýja biblíu (polychrome-biblíuna). Þeir prentuðu þær
bækurnar, sem þeir sögðu að væri eftir marga höf-
unda, með jafn-mörgum litum og höfundarnir áttu að
vera. Urðu þá einkum Móse-bækurnar býsna rönd-
óttar, því um liti var skift mitt í kapítulum og stund-