Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 39
43
inn hefir gjört, þá má vita, að í persónu hans hafa
menn til sín fengið yfir hafiS andlegt rekatré, sem ná-
kvæmlega samgildir rót kerlingarinnar í Grettis sögu.
Þaö segir ekkert um það, hvaö varð af rótinni, sem
Gretti var send, eftir slys þaö, er af henni leiddi.
Líklega hefir hún verið notuö sem eldiviður. En
heföi þeir Grettir veriö eins innrættir og margir Vest-
ur-Islendingar eru nú, myndi þeir ekki hafa tímt því
af einskærum brjóstgæöum viö vesalings rótina.
Ur því eg hefi bent á þaö sérstaka hneyksli, sem
,,Dagskrá“ hin síöari er í vestur-íslenzkri blaöagjörö,
býst eg viö, að óviðurkvæmilegt þyki, aö eg minnist
alls ekkert á manninn, sem er prestur hins íslenzka
Tjaldbúðarsafnaðar í Winnipeg. Því svo sem kunn-
ugt er stóð mjög illa á fyrir honum, þegar hann fyrir
þrem árum kom hingaö vestur frá Islandi. Og í aug-
um margra landa vorra hér var þaö stór-hneyksli, er
hann tók hér að sér kennimanns-embætti í kristnum
söfnuði. Hvað eftir annað hefir og verið skorað á
mig af ýmsum bæöi í kirkjufélagi voru og fyrir utan
það, að rísa þar upp til opinberra mótmæla. Og
sumir á Islandi hafa mér vitanlega legið oss kirkju-
félagsmönnum mjög á hálsi fyrir það, að vér létum
slíkt kirkjulegt hneyksli hér við gangast. En sérstak-
lega er það eitt atriði í starfi þessa prests, síra Bjarna
Þórarinssonar, sem menn hafa viljað láta oss benda
opinberlega á og vara almenning við. Það hefir verið
staðhæft, að hjónavígslur þær, er hann framkvæmdi,
hlyti að vera ólögmætar. Og með því slíkt gæti
dregið meir en lítinn ddk eftir sig fyrir alda og
óborna, þá hefði þar átt að setja undir leka í tíma.
Og það hefönm vér átt að gjöra. Hví höfum vér nú