Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 111
it5
legt volæöi frá upphafi til enda. Alt veröur kolsvart
fyrir augum þeirra. Með þessu ætla þeir að ná haldi
á hugum manna og tilfinningum. En mér er nær aö
halda, aö hiö gagnstæða verði uppi á teningnurn.
Menn finna ósjálfrátt til þess, að þessi skáldskapur er
ósannur, þessar tilfinningar falsaðar, -— eitthvað sem
höfundarnir gjöra sér upp. Tilgerðin er alls staðar ó-
hafandi, en hvergi argari en í skáldskapnum. Svo er
þessu æsta tilfinningamáli oft beitt á þann hátt, að
það villir sjónir fyrir mönnum, kemur þeim til að
stinga skynseminni undir stól, en láta leiðast f dóm-
um sínum af óljósum og óhugsuðum tilfinningaástæð-
um.
8. Menn eru líka farnir að hafa eitthvert hugboð
um, að skáldskapur annarra þjóða sé með alt öðrum
hætti en íslenzkur skáldskapur. Hann sé að miklu
meira leyti sönn skuggsjá af því, sem göfugast er og
karlmannlegast í lífsbaráttunni. Þjóð vor hefir nú um
nokkur undanfarin ár staðið uppi í hinni áköfustu þjóð-
málabaráttu, sem nokkurn tíma í sögu hennar hefir
átt sér stað. Það má óhætt segja, að hún hefir rist
miklu dýpra niður í þjóðlíf vort en nokkuð annað.
En furðulítið virðast skáld vor að hafa látið hana koma
sér við. Næsta lítið hafa þeir eggjað fylkingarnar á-
fram. Næsta litlu ljósi hafa þeir varpað yfir þessa
baráttu. Hjá engri annarri þjóð mundi jafn-lítið bera
á þeim umbrotum, sem nú eru með þjóðinni, í skáld-
skapnum, og hjá þjóð vorri.
9. Alls staðar með mentaþjóðunum er það nú orðið
minna og minna, sem út kemur af ljóðasöfnum. Menn
virðast yfirleitt vera fremur að vaxa frá lýriskum smá-
kvæðum. Sú skáldskapar tegund heyrir lang-mest til