Samvinnan - 01.09.1927, Page 6
Sigurður Jónsson frá Ystafelli.
(Sungið við útför hans).
Líkt og skógurinn missir sitt yfirbragð alt
— þann aðal, er smælkið fól!
þegar stórviði falla, og fýkur kalt
um hin fornu, traustu skjól,
þannig lækka eg leit
vora samferða-sveit,
missa svip og festu og þor,
þegar hrumherji hneig,
sem oss fylkti og steig
jafnan fyrstur hið djarfasta spor.
Eins og eldstólpi lýsi um lágnættis skeið,
svo er leiðsögn hins framsýna manns,
sem vekur og brýnir og bendir á leið
til hins bjarta framtíðar-lands.
Og ’ið hugdeiga lið
hrekkur hrifið við,
uns það hópast á eina braut.
Og fram er sótt,
nú er farljós nótt
og fjarri hver myrkur þraut!
Hinn norræni meiður sitt bnim og sitt barr
enn ber, jafnt og fyrr á tíð.
Hans frjómagn til vaxtar, í þrautum ei þvarr,
en þroskað við aldanna stríð
ber það Islandi enn
sanna afburðamenn,
sem hér áður um gullaldar skeið.