Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 58
232
S A M VI N N A N
fyrir vöndun hennar. Þeim var varnað leiðarinnar áfram
og samkvæmt viðurkendu lögmáli miðaði þeim því „aftur
á bak“.
Enska skáldið, Shelley, lýsir í ágætu kvæði stund-
inni þegai- hann fyrst skynjaði og skyldi ranglætið í heim-
inum. Harmur og reiði fyl-lir huga hans. Geðshræringin
yfirbugar hann og hann grætur yfir villu mannanna. Hon-
um finst hann vakna af svefni. En þegar öldur tilfinn-
inganna lægir heitir hann því að helga réttlætinu líf sitt.
Eg er viss um, að öll stórmenni, sem fóma kröftum
sínum í þágu hugsjóna, hafa svipaða sögu að segja frá
æsku sinni og þetta mikla skáld. Þeir minnast stundar, er
þeir alt í einu komu auga á einhverja ægilega hindrun á
vegi framfaranna. Þeir hörmuðu svefn og athugaleysi
samtíðarmannsins. Þeir fundu, að þeir mundu aldrei að
eilífu geta notið hvíldar fyr en hindruninni værí rutt úr
vegi. Þeh' skyldu og vissu, að það var þeirra hlutverk
að gera það.
Svo sem fyr er getið, réðst Skúli til verslunarstarfa
hjá kaupmanni á Húsavík. Vann hann þar að afgreiðslu í
búðinni. Hefir hann þá kynst rækilega verslunarskipulagi
öllu, framkomu kaupmanna við bændur, kjörum þeim, er
bændur sættu og samkomulagi þeima og kaupmanna. Það
er í frásögur fært, að þegar Skúli var við vinnu sína, hafi
kaupmaður verið vanur að kalla til hans og segja: „Mældu
rétt strákur". En það þýddi: „Svíktu málið og dragðu af
viðskiftamönnunum“. Það er mjög líklegt, að þessar og
þvílíkar áminningar hafi einmitt vakið Skúla. Að vísu
vita menn lítið um, hvað fram hefir farið innan veggja
verslunarhúsanna á Húsavík þann tíma, sem Skúli átti þar
heima. Það eitt er víst, að eg hygg, að í huga búðar-
drengsins hafi þá dregið upp þá bliku, sem síðar varð að
óveðri og reið einokuninni að fullu.
Á námsárum sínum í Höfn átti Skúli mjög örðugt
fjárhagslega. Lá nærri, að hann yrði að hverfa heim í
miðju kafi, en varð þó eigi, og naut hann þar aðstoðar
eins kennara síns. Getur vel verið, að þetta hafi haft holl