Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 90
264
SAMVINNAN
auðríki heimsins. Árið 1915 sagði Lloyd George að Bretar
ættu 4.000.000.000 sterlingspund í erlendum fyiirtækjum.
Við styrjöldina breyttist þetta. Auðurinn fluttist til Jap-
ana og Bandaríkjamanna. Einkum græddu hinir síðar-
nefndu offjár á ófriðarárunum. Þeir komu að vísu seint til
skjalanna, en vöxtur auðs þeirra er hraðari en dæmi eru
til áður. Þeir verða því eftir ófriðinn að leita fyrir sér
erlendis, til að ávaxta fé sitt og verður vel ágengt.
Má þar til dæmis nefna ríkislán Brasilíu. Árið 1922
voru Bretar búnir á 40 árum að lána því ríki um 142.000.
000 sterlingspund, en Frakkar, Hollendingar og Þjóðverj-
ar til samans 38 miljónir. Bandaríkjamenn koma þarna
hvergi við sögu, fyr en árið 1920. Þá keyptu þeir, á tíma-
bilinu til ársloka 1922 ríkisskuldabréf og þessháttar fyrir
49 miljónir sterlingspunda. Á tveimur árum komast þeir
þarna hærra en hinar síðar töldu þrjár þjóðir til samans,
og meira en V3 á við Englendinga, sem búnir voru að
vinna að þessu í 40 ár. Þannig verður samkepni á milli
auðvalds Breta og Bandaríkjamanna.
Um 1920 hafði Shell félagið náð undir sig nær helm-
ingi allra olíulinda, er þá voni kunnar. Voru eignir þess
á víð og dreif um hnöttinn, mest utan Bretaveldis, og var
ekki notaður nema nokkur hluti þeirra. í lok ófriðarins
voru ekki nema tveir hundraðshlutar af olíuframleiðslu
heimsins úr Bretaveldi sjálfu, en 41/2 ef persnesku lind-
imar eru meðtaldar. Hinsvegar höfðu Bandaríkin og
Mexico til samans 86 hundraðshluta.
Um þessar mundir höfðu jarðfræðingar Bandaríkja-
manna enn spáð olíuþurð, þar í landi. Olíufélögin þar voru
því farin að verða vör um sig. Beindu þau einkum at-
hygli sinni að Mexicó. Þar var talið að „Mexikan Eagle“
félagið hefði umráð yfir auðugustu lindunum, en Shell
félagið hafði bragðið við, og náð félagi þessu á sitt vald.
Varð það til þess að amerísku félögin, Standard Oil, Sin-
dair félagið 0. fl. tóku saman um að vinna á móti því.
Barst nú baráttan um oliulindimar brátt um heim
allan, og skal nú skýra frá þessu nokkru nánar. Blaðið