Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 114
288
SAMVINNAN
Ekki gat eg varist þeirri hugsun, að einmitt þarna
væri mentað fólk fyrir að hitta. Hvort það hafði sótt þá
menningu til Reykjavíkur, Kaupmannahafnar eða bara
þarna í sveitina sína, það var sá hlutur, sem mér fanst
ekki koma málinu við.
Enginn mun vilja andmæla því, að rafveitumálið,
eða öllu heldur rafvirkjanir styðja ræktun lýðs og
lands. Varla má hugsa sér meiri breytingu á heimili en
þá, sem verður við góða rafvirkjun. Hér á landi hefir ver-
ið gert allmikið að rafvirkjun í kaupstöðum. En eftir því
sem eg kemst næst, er alstaðar sama sagan sögð þaðan:
Rafmagn verður of dýrt. Reksturskostnaður verður eins
mikill eða meiri en áður þurfti til ljósa, suðu og hitunar.
Þó verður sú útkoman verst, hvað aflið hefur orðið al-
staðar ófullnægjandi. Vatnsmagn og fallhæð, og aðrir
nauðsynlegir staðhættir, hafa ekki veitt þá orku, sem
svo mörg heimili hefðu þurft að hafa. Öðru máli er að
gegna, þar sem eitt eða fleiri nærstæð sveitaheimili hafa
komið sér upp góðri stöð. Sá, sem komið hefir að Kirkju-
bæjarklaustri í Vesturskaftafellssýslu og verið þar næt-
urgestur í skammdeginu, ætti að hafa nokkra hugmynd
um, hvemig þar getur verið um að htast, sem nægilegt
rafmagn er fyrir hendi. Á Klaustri er auk ljósa, suðu og
hitunar, loftskeytastöð. En í kring um bæinn voru raf-
magnslampar festir á háar stengur, svo birtu lagði langt
út frá bænum.
Betra yrði að finna bæi í logndrífu og hríðarbylj-
um, ef slíkir ljósvitar væru víða í sveitum landsins. Man
eg hvað mér þótti þessi stórmyndarlegu húsakynni fara
vel við höfðingsskap þann, og allan rausnarblæ, sem var
á heimilinu. Á þvílíkum heimilum þarf ekki að halda við
sótugum ofnum og eldstæðum eða ótal olíulömpum. Þar
get.: dimm og köld húsakynni breyst í bjartar og hlýjar
stofur. Ekkert er því til fyrirstöðu, að sjálft eldhúsið sé
eins vel útlítandi og önnur herbergi á heimilinu. Þetta
endalausa ryk, sem altaf er samfara kola-, mó- eða tað-
brenslu, og berst síðan með loftinu úr stofu í stofu, hætt-