Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 55
SAMVINNAN
229
Tilgangur minn með grein þessari er að reyna að
svara spurningunni: Hver var verslunarstefna Skúla
Magnússonar? Skal nú að nokkru athugað æfistarf hans
og freistað að draga af rökum þeim, er fram koma, þær
ályktanir, sem unt er.
Skúli Magnússon var fæddur í Keldunesi í Norður-
Þingeyjarsýslu 12. des. 1711. Faðir hans og afi höfðu báð-
ir verið prestar þar í héraði. En langafi hans var sr. Skúli
Magnússon í Goðdölum í Skagafirði, þektur prestur og
óvæginn sem nafni hans. Á unglingsárum réðst Skúli til
kaupmanns á Húsavík og hugði að venjast verslunarstörf-
um. Lét hann þó skjótt af þeirri fyrirætlan og tók að
stunda nám hjá sr. Þorleifi Skaftasyni í Múla, er síðar
varð stjúpfaðir hans, og tók hjá honum stúdentspróf. Var
hann þvínæst tvö ár skrifari hjá sýslumanninum í Þing-
eyjarsýslu. Að því loknu sigldi hann til háskólans í Kaup-
mannahöfn og dvaldi þar uns hann var skipaður sýslu-
maður í Austur-Skaftafellssýslu árið 1734, 22 ára gamall.
1737 var honum veitt Skagafjarðarsýsla, og hélt hann
henni í 12 ár. Landfógetaembættið var honum veitt árið
1749, fyrstum íslenskra manna. Gengdi hann því fram á
næstsíðasta æfiár eða hátt í hálfa öld. Hann andaðist í
Viðey 9. nóv. 1794.
Svo sem kunnugt er var Skúli hinn mesti athafna-
maður í hvívetna. Hann var skörungur í embætti og bú-
forkur mikill. Báru jarðir þær er hann sat lengst, Akrar
í Skagafirði og Viðey við Reykjavík, ljósan vott um at-
orku hans og umbótahug í sveitabúskap. Fyrir atbeina
hans var það, að iðnaðarstofnunum var komið á fót í
Reykjavík stuttu eftir 1750. Veitti hann þeim forstöðu í
mörg ár. — En aðaldrættir æfisögu hans eru flestum
kunnir, og verður því eigi frekar frá þeim skýrt.
Það er einkennileg tilviljun, og þó er það ef til vill
alls engin tilviljun, að Skúli fæðist og elst upp í Þing-
eyjarsýslu, þvi héraði sem alið hefir langsamlega flesta
hugsjóna- og athafnamenn um verslunarumbætur. Senni-
lega er það heldur eigi tilviljun, að hann óx upp og hlaut