Samvinnan - 01.09.1927, Page 29
SAMVINNAN
203
málið og freista að stofna deild af norræna félaginu með-
al íslenskra þingmanna. Þeir sem boðuðu til fundarins
voru Ágúst Flygenring, Ásgeir Ásgeirsson og Sig. Egg-
erz. Flestir þingmenn gengu í félagið og var samkomulag
hið besta. Flokkamir tilnefndu hver einn mann í stjóm.
Ásgeir Ásgeirsson, Jóhannes Jóhannesson og Sigurð
Eggerz.
Stjóm félagsins var falið að senda fulltrúa á fund er
halda skyldi í Helsingfors þá um sumarið og sjá um að
íslenska deildin yrði tekin í norræna sambandið.
Ásgeir Ásgeirsson og Ingibjörg H. Bjarnason mættu
sem fulltrúar á fundinum í Helsingfors, sumarið 1925.
Var máii íslendinga vel tekið, en vegna lagabreytinga
gat íslenska deildin ekki gengið inn í sambandið fyr en
nú í sumar.
Ásgeir Ásgeirsson var þetta sumar utan, að nokkru
leyti í erindum bankanefndarinnar og hafði það hlutverk
að finna að máli ýmsa merka fjáiTnálamenn, einkum í
Svíþjóð og Finnlandi. Honum tókst vel erindi sitt og er
lítill vafi á, að kynningin á fundinum var hin besta sam-
kynning við áhrifamenn í þessum löndum. Á slíkum fund-
um kynnast menn meir persónulega á fáum dögurn, en á
löngum tíma þar sem menn hittast eingöngu í embættis-
nafni. Fyrir fámenna og einangraða þjóð eins og Islend-
inga, sem eru að byrja nútímalíf í alvarlegri samkepni við
stærri og rikaxf þjóðir, er mikið undir því komið, að
áhiifamenn í landinu á hvei'j um tíma geti fengið tæki-
færi til að mynda, þjóðinni til gagns, kynningarsam-
bönd á jafningja grundvelli við menn sem hafa manna-
foiTáð hjá nábúaþjóðunum. Að þvi leyti sem hinum fyrsta
fulltrúa, er Alþingi sendi á þingmannafund, tókst, um
leið og hann kom þar fram fyrir hönd lands síns, að
safna verulega gagnlegii þekkingu viðvíkjandi einhverju
stæi’sta landsmáli, er þá var til meðferðar í þinginu, höfðu
vonir mínar um gagn það er eg hafði gei*t ráð fyiir af
þátttöku Islendinga í samvinnu við Norðuilandaþing-
menn, fyllilega rætst.