Samvinnan - 01.09.1927, Page 93
SAMVINNAN
267
í málin. Þannig- hefir útflutningur á olíupeningum og eft-
irspurn eftir olíulindum, orðið orsök stirðrar sambúðar
einkum milli Bandríkjastjómar og Breta.
VII.
Fyrir ófriðinn höfðu Bretar og Hollendingar lagt mik-
ið kapp á að ná olíulindum á sitt vald, víða um heim, en
Bandaríkjamenn höfðu helst hallast að Mexico. Eftir
stríðslokin sáu þeir, að þeir vora orðnir eftirbátar Evrópu-
manna. Vorið 1920 var þess vegna bæði -í blöðum þeirra
og á þingi hafin barátta til að kippa þessu í lag. Út af
þessu gaf Bandaríkjastjóm út svohljóðandi yfirlýsingu:
„Stefna Bretastjórnar kvað vera sú, að bola banda-
mönnum sínum frá umráðum yfir olíulindum innan Breta-
veldis, en hinsvegar að reyna að tryggja sjálfum sér
umráð yfir olíuframleiðslu í öðrum löndum. Þessi
stefna, sem annaðhvort beint eða óbeint hamlar fram-
kvæmdum Bandaríkjamanna, virðist framkvæmd á þenn-
an hátt:
a. Með því að koma í veg fyrir að útlendingar eignist eða
fái umráð yfir olíuvinslu í Bretlandi, nýlendum þess
og verndarríkjum.
b. Með eignarhaldi og eftirliti með olíufélögum.
c. Með ráðstöfunum, er hindra breska þegna frá að selja
eignir sínar erlendum félögum.
d. Með lögum er banna að selja hlutabréf öðrum en
breskum þegnum.
í þessu bili bárust Bandríkjamönnum fregnir af
samningum í San Remo, sem áður er umgetið. Var þá
eins og olíu væri helt í eldinn. Bréfaskifti hófust þá þeg-
ar milli Bandaríkjastjómar og utanríkisráðherra Breta,
Curzons lávarðar og héldust í 18 mánuði. Fyrsti kaflinn
er um fjárhagsleg réttindi í vernduðum ríkjum. Endur-
tók Bandaríkjastjórn þar á ýmsan hátt ásakanir þær,
er að framan greinir. Curzon lávarður svaraði þá aftur,
eftir nokkra bið og kvað Bandaríkjastjórn fara þama vill-
ur vegar. Benti hann á að í Bretaveldi væru ekki fram-