Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 107
SAMVINNAN
281
ekki notaður, en ihugmyndin þó viðurkend að vera rétt,
og þyrfti að halda því áfrani, sem fyr var hætt, og full-
komna uppfyndinguna. Sigurjón í Hvammi er smiður,
bæði á jám, kopar og tré. Hann sýndi mér sögunarvél,
sem hann hafði smíðað sér. Notar hann hana, meðal ann-
ars til að saga sundur stór eikarstykki innan í kerruhjól.
Sigurjón sýndi mér nýbygt steinfjós. Var þar sjálfbrynn-
ari hjá gripunum, útbúinn á mjög einfaldan hátt. Stokk-
ur var negldur saman úr 2 breiðum borðum, síðan festur
upp yfir jötunum, en í stokkinn lá svo vatnsleiðslan.
Mikið dáðist eg að munum, sem eg sá á heimili, er
heitir að Fjósum í Mýrdal. Var það dóttir bóndans þar,
sem hafði smíðað hlutina. Enga tilsögn hafði hún hlotið
í þessari gi’ein, og engin verkfæri önnur en hnífinn sinn.
Var þar fyrst og fremst homhylla útskorin úr tré, mjög
smekklega gerð. Þá var signet úr silfri með svo
snotmm leturskurði, að eg hefi ekki betra séð, frá æfð-
um silfursmiðum. Enginn veit hvað þessi yfirlætislausa
sveitastúlka í Mýrdal hefir yfir miklum listamannshæfi-
leikum að ráða.
Nokkuð er framburður á málinu annar sunnanlands
en norðan, sem kunnugt er. Þá eru og oft notuð önnur
orð en hér tíðkast í daglegu máli. Fanst mér gæta meiri
mismunar eftir því sem austar dró. Er þar frostið t. d.
æfinlega nefnt „gaddur“; héluð jörð nefnd „hrímguð
jörð“. Sagt er að ójámaður hestur „bruni“ á svellinu, en
ekki „renni“. Vatnsfötur eru nefndar „skjólur“ og æfin-
lega er sagt að „vatna beljunum“ en ekki að brynna kún-
um. Stundum verður vart annara merkinga í orðunum,
en hvað þau þýða norður frá. Til dæmis gæti maður hæg-
lega móðgað unga og laglega heimasætu þar austur frá,
ef farið væri að fræða hana um það, að hún væri að
verða „fullorðin". Það myndi hún að líkindum taka svo,
að hún væri að verða gömul og kerlingarleg hrokkin-
skinna.
Hvort menning fólksins þar austur frá, muni standa
framar eða á baki norðlenskri menningu, er ekki svo auð-