Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 25
SAMVINNAN
199
Seint í haust var haldið mikið samvinnu-
Samábyrgðin námsskeið í Ryslinge-lýðskóla í Danmörku.
í Danmörku. Einn af ræðumönnunum, Arnfred verk-
fræðingur, kennari í Askov, talaði um
samábyrgðina. Hann mintist á að kaupfélögin i Englandi,
Noregi, Svíþjóð og víðar hefðu ekki samáhyrgð. Aftur á
móti hefði liún verið alment notuð í Danmörku og í Þýska-
landi væru um 20 þús. félög með samábyrgð. Ræðumað-
ur gat þess að á fundi samvinnumanna í Danmörku 1903
hefði merkur maður dr. Pio, látið í ljós þá skoðun, að
eftir því sem tímar iiðu myndi samábyrgðin hverfa í
dönskum kaupfélögum. Þá sagði höfuð skörungur danskra
samvinnumanna, Severin Jörgensen: „Eftir minni skoðun
er samábyrgðin sterkasta afitaug samvinnufélaganna. Ef
samábyrgðin er feld burtu eða lömuð verður það félög-
unum til ógæfu“. Hr. Arnfred játaði, að Severin Jörgen-
sen hefði bygt skoðun sína á siðferðislegum öllu fremur
en hngfræðilegum grundvelli. Að hans dómi áttu sam-
vinnufélögin að gera annað og meira en bæta efnahag
félagsmanna. Þau áttu fyrst og fremst að lyfta þjóðinni
siðferðislega á hærra stig, gera mennina betri og réttlát-
ari. Koma inn í hug þeirra því göfuga. stolti, að vera of
góðir til að lifa á sveita annara, og of sjálfstæðir til að
vera fórnardýr annara.
Eitthvert besta dremi um það, hvernig
Eldspýtna- fleiri og fleiri nauðsynjavörur lenda í hönd-
hringur Svía. um hringa er saga eldspýtnahringsins í
Svíþjóð. Samtökin byrjuðu 1903 þannig að
allar eldspýtnaverksmiðjur Svía gerðu samtök milli sín.
Tíu árum síðar var þessu félagi breytt í hring, með all-
miklu erlendu fjármagni, en 1923 færðist hringur þessi
verulega í aukana og spennir nú greipar nálega urn öll
lönd. Höfuðstóll félagsins er 160 miljónir króna. Hann
framleiðir helminginn af öllum eldspýtum sem gerðar eru
í heiminum, eða 30 þús. eldspýtur á hverri sekúndu í
sólarhringnum. Finska heildsala samvinnufélaganna hefir
eins og oft hefir verið á minst í þessu tímariti tekið upp