Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 28
202
SAMVINNAN
annari með andlegum böndum, og samkomulag milli þeirra
gott, síðan þær urðu óháðar hver annari í stjómmálum
og fjármálum, þá vildu hinir norrænu fulltrúar hafa með
sér nánara samstarf innbyrðis. Þeir stofnuðu þess vegna
norræna deild 1 alheimsbandalaginu, og koma saman 15
fulltrúar frá hverju landi á nokkurra daga fund árlega
til skiftis í höfuðborgum Finnlands, Svíþjóðar, Danmerk-
ur og Noregs.
Þingmannasamböndin eru þannig tvö. Annað alþjóð-
legt og nær til nálega allra þingræðislanda. Þar hafa stóru
þjóðirnar forustuna og þar koma mál stórþjóðanna til
greina á fundunum. Hitt sambandið er fyrir Norðurlönd
eingöngu. En Norðurlanda-þingmennimir, að frátöldum
fulltrúum Islendinga, eru í báðum samböndunum.
Á þingi 1925 hreyfði eg þessu máli við ýmsa þing-
menn, og skjöl þau er eg hafði fengið frá Noregi gengu
á milli manna til athugunar. Kom þá í ljós að íslending-
um hafði áður gefist kostur á að hefja samstarf í þing-
mannasamböndunum. Alþingi hafði oftar en einu sinni
fengið boð til að sækja alþjóðafund þingmanna, en því
hafði ekki verið sint á neinn veg. Fulltrúar úr lögjafnað-
amefndinni höfðu verið staddir í Kaupmannahöfn er al-
þjóðafundurinn var þar, og Danir boðið þeim sem gestum,
og jafnvel fleirum íslenskum þingmönnum, sem þar voru
staddir. Sömuleiðis kom í ljós, að merkir stjórnmálamenn
í Danmörku, einkum I. C. Christensen, hafði persónulega
ýtt undir íslendinga að neyta aðstöðunnar til að sýna að
þeir væru frjáls þjóð, með því að koma fram við hlið
norrænu þjóðanna í þessu samstarfi.
En þó undarlegt sé, virðast þingmennimir íslensku
hafa verið nokkuð lengi að átta sig á því, að hér var um
þýðingarmikið úrræði að ræða til að kynna þjóðina er-
lendis, og til að þroska og hækka stjómmálalífið í land-
inu.
En þegar hér var komið sögunni, urðu undirtektim-
ar betri. Varð samkomulag um, að þrír menn, einn úr
hverjum hinna stærri flokka, skyldu boða til fundar um