Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 80
254
S A M V I N N A N
nauðsynlegur, vilja þeir að verkamennimir séu að ein-
hverju leyti meðeigendur í atvinnutækjunum. Ennfrem-
ur krefjast þeir stuðnings ríkisvaldsins í baráttu við
„hringana“, auðvaldsfélög nútímans, og til þess að koma
á fót tryggingarsjóðum, sem verkamenn geti leitað til.
er sjúkdóm eða atvinnuleysi ber að höndum. í skattamál-
um hefir vinstriflokkana víða greint nokkuð á, en yfir-
leitt má segja, að þeir séu andstæðir óbeinum sköttum,
en vilji háa eigna-, tekju- og erfðaskatta. Sumstaðar
fylgja þeir fram kenningum Henry Georges um að láta
jarðskatt koma í stað skatta nútímans, þó er þetta
ekki algengt. í andlegum málum hafa vinstiimenn víðast
barist gegn íhaldsmönnum og þeir eru í flestum löndum
mótfallnir auknum herbúnaði og yfirgangsstefnunni í
millirík j apólití kinni.
Vinstrimenn eiga víðasthvar aðalstuðning sinn með-
al bænda og vísinda- og mentamanna stórborganna. Allir
flokkar vinstrimanna hafa átt samvinnu við jafnaðar-
menn í baráttunni við íhaldsflokkana, en síðan hafa oft
leiðir þeirra skilist. Ekki síst eftir að vinstrimenn kom-
ust til valda. Nú má segja, að vinstrimenn séu í nálega
öllum löndum miðflokkar, sem eigi í höggi til beggja
handa.
Jafnaðarmannaflokkurinn hefir myndast síðan 1848,
en fór fyrst að verða fjölmennur eftir 1870. Hann er
í einu stéttarflokkur, og flokkur, sem skipar sér um eina
ákveðna kenningu. Hann hefir tekið að sér hinar almennu
pólitísku hugsjónir frá 1789, en bætt við kenningunni um
að ríkið eigi að taka framleiðslutækin í sínar hendur.
Hann hefir verið sterkastur þai’ sem hann hefir verið í
nánu sambandi við iðnfélög verkamanna, eins og til dæm-
is í Danmörku og Þýskalandi, og hann á fylgi sitt þvínær
eingöngu meðal verkamannastéttarinnar.
Innan jafnaðaimannaflokkanna hafa víðast verið
tvær stefnur uppi. Önnur, sem gengur í þá átt, að flokk-
urinn eigi að standa út af fyrir sig, og neita samvinnu
við aðra flokka, því vonlaust sé, að hægt verði að bæta