Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 46
220
SAMVINNAN
ið, án þess að fara yfir nokkra mishæð. Þegar frá eru
skildir örfáir afdalabæir, eru bæir afarþéttir og sumstað-
ar svo að kallast má á frá hlaðvörpunum. Og allvíða eru
bæjaraðir margsettar báðum megin Héraðsvatna. En þó
eru hér jarðir góðar, og framfleyta flestar miklum fén-
aði. Veðursæld er hin mesta, einkum í „framfirðinum“
og gróðursælt um alt héraðið á láglendi. En allsstaðar rísa
fjöllin yfir sléttunni gróður-lítil og hömrótt.
Skagfirski bóndinn er sléttubúi. Hugrenningum hans
er best lýst hjá Matthíasi í orðum heimasætunnar,
sem starir á „helþrungin fjöll“ og lýsir þeim. „Frost býr
þar og fannir og forynjur og tröll“. Mér finst sennilegt að
karlar jafnt sem kvenfólk verði „heimasætur“ í Skaga-
firði, í hugsun og hátterni. Héraðið er svo heimafrítt og
sjálfu sér nóg, svo innilukt. Fjöllin svo ægileg og þver-
girðingslega brött að það er eðlilegt að hugur sléttubúans
af „eylendinu“, sem frá barnæsku hefir varla yfir þúfu
stigið, sjái varla leið yfir fjöllin háu. — Og þó eru þar
efalaust til margir heimalningar, sem langar yfir fjöllin.
alla sína daga.
Héraðið, eða dalurinn mikli, Skagafjörður, er að
norðan fullur sjávar. Eru hámrar nokkrir ógengir undir
Tindastóli vestan fjarðar, er skera Skagann frá hérað-
inu. En að austan er láglendið óslitið frá fjarðarbotni
norður alla ströndina. Er allsstaðar breitt láglendi milli
fjalls og fjöru og óslitið þéttbýli norður í Fljót, ystu sveit
Skagafjarðar.
Fljótin eru útskagabygð, dalabygð og stranda, norð-
an í skagann mikla milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar.
Þar eru tveir hreppar og var áður fjölbygt mjög. Fvrir
hundrað árum voru Fljótin talin efnaðasta sveitin í sýsl-
unni. En nú eru þau einhver fátækasta sveit landsins.
Síðan 1920 hefir á annan tug jarða lagst í
a u ð n í F1 j ó t u m. Eg kom ekki í Fljótin sjálf, en eg
kyntist í ferðinni nokkrum mönnum sem þar eru kunnug-
ir og báru mál sveitarinnar fyiir brjósti.
Fljótin eru snjóasveit einhver hin versta. En það hafa