Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 22
196
SAMVINNAN
aðalskrifstofu félaganna í höfuðborginni. Arið 1908 var
hreyfingin orðin svo sterk, að forgöngumennirnir álitu
óhætt að efna til heildsölu í Varsjá. En Rússastjórn bjóst
við að eitthvað mótdrægt gæti af þessum samtökum lilot-
ist og fékst við nýja samband ekki skrásett fyr en 1911.
Nú liðu hin fáu friðarár, þar til stvrjöldin mikla skall
á. Á þeim skamma tíma óx heildsalan og kaupfélagshreyf-
ingin svo mikið að furðulegt mátti þykja. Ef friður hefði
haldist lengur myndi vöxtur pólskrar samvinnu hafa orð-
ið nær því ótrúlega mikill á fáum árum.
En styrjöldin kom, og baráttan var háð í Póllandi.
Miljónaherirnir, rússneskir, þýskir og frá Austurríki flæddu
yfir landið. Mikið af æfistarfi Romualds var eyðilagt. Pólska
þjóðin lifði við hungur og harðrétti. Kaupfélagsbúðirnar
voru rændar og brendar. Flestir mistu kjarkinn, nema
Romuald. Hann safnaði saman hinum tvístraða hóp sam-
vinnumanna, meðan á stríðinu stóð, eftir því sem til varð
náð. En eftir að friður var saminn hóf hann nýja sókn.
Landið var orðið sjálfstætt, og nú var samvinnuhreyfing-
in metin og studd af þjóðræknum mönnum. Heildsalan
byrjaði að nýju. Breska sambandið í Manchester dugði
pólskum samvinnumönnum þá drengilega og lánaði kaup-
félögum þeirra mikið fé, meðan verið var að reisa landið
úr rústum.
Romuald var boðin ráðherratign, en hann vildi held-
ur vinna að samvinnumálunum óskiftur. En þegar hér var
komið hafði heilsan bilað. Líf hans hafði verið strit og
samfeld barátta, andvaka eins og líf Sverris konungs.
Hann andaðist 30. mars 1926. Draumur hans var orðinn
að veruleika. Ættjörð hans var orðin frjáls, og hinu mikla
æfistarfi hans, pólskri sjálfseignaiverslun verður haldið
áfram, af mönnum sem meta og viðurkenna starf hins
mikla og örugga brautriðjanda.
Mjög hefir leikið á tveim tungum nm það,
Samvinna hvort samvinnan væri frjáls eða fjötruð
í Rússlandi. undir stjórn sameignarmanna í Rússlandi.
En eftir því sein fulltrúa rússnesku heild-