Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 109
SAMVINNAN
283
ar og hlóð upp breiðri landspildu, þar sem áður var að-
djúpur sjór. Austan við Vík, tekur við Mýrdalssandur.
Er hann nálega dagleið yfirferðar, og má segja, að hann
sé kirkjugarður tveggja eða þríggja hreppa. Er nú Álfta-
ver þar eitt eftir. Þá taka við Skaftártungur og eru þar
landkostir góðir og margar góðar jarðir. Urðu þar þó
stórskaðar, bæði á löndum og lausafé, í síðasta Kötlu-
gosi, og mátti enn sjá sandskaflana þar í engjunum. Nú
liggur leiðin austur yfir Eldvatn og Ásakvíslar og austur
í Skaftárhraun. Á leið minni austur frá Vík og alt að
Hólmi í Landbroti, var eg svo lánsamur, að vera sam-
ferða manni, sem bæði var kunnugur og fróður um yngri
og eldri sögu þessara héraða. Var hann óþreytandi að
segja mér ömefni og nöfn bæja og bygða. Oft benti hann
mér út yfir úfið hraunið, eða svartan brunasandinn, að
hér eða þar hefði nú staðið eitt stórbýlið, sem svo
hefði farist í einhverju jökulhlaupinu, eða þá lent í
Skaftárhraunflóðinu mikla. Fylgdu þá jafnan sagnir um,
með hvaða hætti atburðirnir hefðu að höndum borið.
Maður þessi var Magnús Bjömsson prófestur að Prests-
bakka á Síðu. Er hann Húnvetningur að ætt og uppeldi
og bróðir Odds Bjömssonar prentara á Akureyri. Hann
léði mér einn af hestum sínum alt frá Vík og austur í
Landbrot, endurgjaldslaust, og sagðist láta mig njóta
þess, að eg væri Norðlendingur.
Er við sr. Magnús vorum komnir austur yfir Ása-
kvíslar komum við á breiða og góða braut, sem hefir
verið brotin þvert yfir Skaftárhraunið. Er þetta hið
mesta mannvirki. En vestanvert í hrauninu komum við
að breiðri gjá, sem full var með krap, og gersamlega
ófær. „Nú kemur brúin hans Bjama okkar að góðum
notum“, sagði prestur og beygði út af veginum. Komum
við þá brátt á trausta og nýlega trébrú, sem lá yfir
gjána. Gekk þar vel yfirferðin, og komum við brátt aftur
á brautina, sem lá nú hindrunarlaust yfir hraunið. Fékk
eg nú að vita hvemig þessi brú var til orðin. í langa tíð
hafði þessi gjá verið hinn mesti vegartálmi, sí og æ