Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 72
246
S A M V I N N A N
líka nota það til að skera úr deilum milli þingdeildanna.
Ef önnur deild þingsins samþykkir tvívegis frumvarp til
stjórnarskrárbreytingar, en hin deildin fellir það, þá get-
ur landstjórinn látið þjóðina skera úr því með almennri
atkvæðagreiðslu hvort frumvarpið skuli öðlast gildi. Ef
meiri hluta atkvæða samþykkir frumvarpið, verður það
að lögum, þó önnur þingdeildin sé á móti því.
Stjómarskrá Nýja Sjálands er þó ef til vill ennþá
frjálslyndari. En kunnust er hún fyrir það, að með henni
var konum fyrst veittur kosningarréttur og kjörgengi
árið 1893. Síðan hefir ríkið gengið á undan öðrum
löndum með þjóðfélagslegar umbætur, enda hefir al-
þýðan ekki ráðið eins miklu í neinu þingræðislandi, og
hvergi mun almenn vellíðan vera meiri.
Hin spönsku ríki í Ameríku hafa sniðið stjórnarskrá
sína eftir fyrimiynd Bandaríkja Norðurameríku. Forset-
inn er víðast kosinn til fimm eða sex ára, og valdsvið hans
er svipað forsetans í Washington. Þingin eru einnig kosin á
líkan hátt. Bæði efri og neðri deild, en með framkvæmdar-
stjómina hefir víða verið vikið frá fyrirmyndinni. Til
dæmis Ecuador. Þar er ráðuneytið skipað tveim hátt
settum embættismönnum, fimm ráðherrum, er forsetinn
velur, en þeir hafa ekki atkvæðisrétt á ráðherrafundum,
tveim fulltrúum fyrir hvora þingdeild og þrem borgur-
um, er þingið kýs árlega.
Forsetinn hefir aðeins frestandi neitunarvald, og er
því auðséð að áhrif hans á stjómina eru næsta lítil. Það
er eiginlega þingið, sem öllu ræður.
í Uruguay hefir verið tekin upp einkennileg aðferð
við stjómarmyndun. Forsetinn (sem kosinn er af þjóð-
inni með beinni atkvæðagreiðslu, en ekki óbeinni eins og
víðasthvar er siður) skipar ráðuneytið. í því eiga sæti 9
ráðherrar. Af þeim eiga 6 að vera teknir úr stjómar-
flokknum, eða flokkunum, ef fleiri eru, en 3 úr stærsta
flokki stjómarandstæðinga. Þeir geta þó ekki orðið her-
mála-, fjánnála- né utanríkisráðherrar.
Þessi aðferð hefir vakið mikla eftirtekt víða um