Samvinnan - 01.09.1927, Blaðsíða 30
204
SAMVINNAN
Nú í sumar sem leið var fundurinn haldinn í Dan-
mörku, laust eftir miðjan ágúst. Komu þangað tveir full-
trúar frá Islandi, sem landið kostaði, Jón Þorláksson og
Klemens Jónsson. Var þingmannafélag Alþingis þá form-
lega orðin deild í norræna sambandinu.
En áður en lýst er fundi þessum, þykir hlýða að
segja nokkru nánar frá þróun þingmannasamtakanna er-
Jendis.
Það var upphaf samtakanna, að allmargir enskir og
franskir þingmenn héldu fund í París í lok olítóbermán-
aðar 1888. Kom þeim saman um að efna til félags og
funda meðal þingmanna úr öllum lýðfrjálsum löndum, og
skyldi stofnfundur vera árið eftir. Það varð líka, og seint
í júní 1889 komu þingmenn frá Frakklandi, Englandi,
Bandaríkjunum, Belgíu, Ungverjalandi, Italíu og Dan-
mörku á fund saman í París. Samkomulag var hið besta á
íundinum. Ákveðið var að bandalagið skyldi halda fund á
hverju árí til skiftis í þeim löndum, sem tóku þátt í þessu
samstarfi. Stjórn var kosin fyrir sambandið og ensku
þingmönnunum falið að undirbúa næsta fund í London
sumarið eftir. Á þeim fundi bættust sex þjóðir í hópinn:
Þjóðverjar, Austurríkismenn, Grikkir, Hollendingar,
Norðmenn og Svíar. Á þessum fundi var ákveðið að
mynda skyldi þingmannafélag í hverju því landi, sem
íulltrúa ætti í bandalaginu. Ennfremur að aðalskrifstofa
bandalagsins skyldi jafnframt starfa fyrir hina alþjóð-
legu friðarhreyfingu. Þriðji fundurinn var haldinn í Róm
á hinum fornhelga stað, Capitolium, haustið 1891 og stóð
í eina viku. Þá bættust við í félagið fulltrúar frá Portú-
gal, Rúmeníu, Serbíu og Svisslandi. Á því þingi var end-
urtekin sú ósk fyrri aðalfunda, að allar þingstjómarþjóð-
ir tækju þátt í þessu samstarfi. Fjórði fundurinn var
haldinn í Bem í Svisslandi, hinn fimti í Haag 1894, hinn
sjötti í Bryssel, sjöundi í Budapest, áttundi aftur í
Bryssel, níundi í Kristjaníu, tíundi í París aldamótaárið.
Hinn ellefti í Vínarborg, hinn tólfti í St. Louis í Banda-
ríkjunum 1904, hinn 13. enn í Bryssel. Danir höfðu gjarn-