Samvinnan - 01.09.1927, Page 36

Samvinnan - 01.09.1927, Page 36
210 SAMVINNAN ir æfi Suður-Jóta í danska ríkinu verri en ef þeir væru með Þjóðverjum. Auk þess hefir hann komið með ein- kennilegar, en fáránlegar kenningar um nýtt stjórnar- form, sem koma skyldi í stað þingstjómar. Seint um daginn kom allur bílaskarinn að gamalli, danskri aðalshöll. Var gestunum búin þar viðtaka, en ekki mátti dvölin vera lengri en þriðjungur stundar. Vistir margskonar voru framreiddar í hinum mikla borðsal hali- arinnar. En á borðunum voru hvarvetna fánar allra Norðurlandaríkjanna, en gerðir úr blómum. Voru þeir hinir prýðilegustu, og litir allir eðlilegir, rneðan rósimar fölnuðu ekki. Um kvöldið var veisla í gistihúsinu í bæ þeim sem heitir Tönder, og tóku menn til máls frá flest- um þjóðunum. Urðu nokkrar skilmingar milli Borgbjergs ráðherra og eins af íhaldsmönnum borgarinnar. Vildi sá mæla fyrir minni Borgbjergs sem dugandi manns í Dan- mörku en ekki sem ráðherra. Þá lét sá ráðherra nokkur orð falla um að mörg væru veitingahús í Danmörku, og ekki líklegt að bann kæmist á fljótlega þar í landi. Þótti þetta svo merkilegt, að það var þýtt í aðalblaði vínmanna á íslandi til leiðbeiningar íslendingum. Seint um kvöldið var gestahópurinn kominn til Sönder- borg, sem er austast á Suður-Jótlandi og nálega suður við landamæri Þýskalands. Þangað var þá komið skip það er fiutt hafði gestina nóttina áður til Haderslev og gistu flestir þar aftur, en sumum þótti betri vist í landi og sett- ust að á gistihúsum þar. Um morguninn voru gestunum sýndir merkisstaðir borgarinnar. í kirkjugarðinum eru grafnir margir norskir og sænskir sjálfboðaliðar er fallið hafa í landvörn Dana móti Þjóðverjum. Voru lagðir blóm- sveigar á leiði þeirra og haldnar nokkrar ræður. Áhrifa- mest var sú, sem Mowinckel, foringi norskra vinstri- manna hélt. Er hann mikill maður vexti og' tígulegur, minnir í framkomu nokkuð á Bjömson. í Sönderborg er höll, þar sem Kristján II. var fanginn. En tum sá, þar sem hann var geymdur, er nú hruninn. Frá Sönderborg er örskamt til Dýbböl. Þar vörðust
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.